fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
Fókus

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. júní 2021 16:08

Ingó Veðurguð, Ásdís Rán og Stebbi Hilmars eru meðal stjarna sem að hyggjast starfa með Boomerang.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní mun vefsíðan Boomerang.is fara í loftið en þar gefst Íslendingum færi á að bóka rafrænar kveðjur frá frægustu stjörnum þjóðarinnar. Slíkar kveðjur hafa notið talsverða vinsælda erlendis, til að mynda í gegnum vefsíðuna Cameo þar sem að hægt er að bóka heimsfræga einstaklinga í slíkar kveðjur.

Boomerang.is hyggst nú bjóða slíka þjónustu á íslenskum markaði en á bak við síðuna eru lögfræðingurinn Margrét Garðarsdóttir og frumkvöðullinn Eyrún Anna Tryggvadóttir. Að sögn Margrétar ákváðu þær stöllur að kýla á verkefnið í algleymi Covid-faraldursins á síðasta ári þegar gervöll þjóðin tók framaraskref í rafrænum samskiptum. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna opnun síðunnar kemur fram að Boomerang.is hafi þegar samið við rjómann af íslenskum stjörnum. Þar á meðal Ingó Veðurguð, Mugison, Ásdísi Rán, Magna Ásgeirsson, Hreim Örn Heimisson, Ásgeir Kolbeinnsson, Sverri Bergmann, Siggu Beinteins, Sigga Hlö, Stefán Hilmarsson, Rikka G, Eyjólf Kristjánsson, Kristínu Ruth, Geir Ólafsson, Mikael úr the Mike Show, Kristján úr Dr. Football, Einar Bárðarson, Ívar Guðmundsson svo að einhverjir séu nefndir.

Í gegnum vefsíðuna mun viðskiptavinum vera gert auðvelt að nálgast þá þekktu einstaklinga sem það vill kaupa persónulega kveðju frá en hver og ein stjarna mun hanna sína verðskrá sjálf.

Margrét Garðarsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, er einn þeirra sem gekk til liðs við Boomerang og hann sér mikinn hag í því fyrirtækið haldi utan um slík samskipti fyrir sig. ‚Ég er beðinn um kveðjur nánast daglega og hef reynt að vera duglegur að svara þeim beiðnum, sumar týnast samt og maður nær alls ekki að anna eftirspurninni.  Þess vegna er frábært að það sé loksins kominn vettvangur til að senda skemmtilegar kveðjur og ég mun örugglega nýta mér sjálfur Boomerang.is í að fá skemmtilegar kveðjur frá þekktum aðilum þegar ég mæti í veislur,‘ segir Ingó.

Margrét og Eyrún segjast fullar tilhlökkunar um opnum Boomerang.is og það sé þegar komið á dagskrá að færa út kvíarnar til annarra landa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú íslensk götuheiti? Taktu prófið!

Þekkir þú íslensk götuheiti? Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Druslugangan er á laugardag – Sjáðu myndir frá Pepp-kvöldinu

Druslugangan er á laugardag – Sjáðu myndir frá Pepp-kvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Víðir er þreyttur, bugaður, fúll, pirraður og leiður

Víðir er þreyttur, bugaður, fúll, pirraður og leiður
Fókus
Fyrir 6 dögum

Björn Ingi og Kolfinna Von aftur saman

Björn Ingi og Kolfinna Von aftur saman
Fókus
Fyrir 1 viku

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur