fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“

Fókus
Sunnudaginn 13. júní 2021 11:03

Edda Falak. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir hafa verið eins áberandi í íslensku samfélagi og áhrifavaldurinn Edda Falak. Um 30 þúsund manns fylgja henni á Instagram og orð hennar eru farin að vekja athygli fólks og fjölmiðla. Þannig hefur Edda verið afar áberandi í nýrri bylgju #Metoo sem að meðal annars hefur orðið til þess að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason og tónlistarmaðurinn Auður hafa þurft að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna.

Barátta Eddu er þó ekki tekin út með sældinni því að hún er orðin afar umdeild og fær yfir sig allskonar óhróður við hvert tækifæri.

Edda birti á Twitter-síðu sinni skeyti frá ónafngreindri konu sem að var þörf áminning um hvers vegna hún nennir að standa í þessari baráttu. ,Fólk spyr mig reglulega hvernig ég nenni þessu social media áhrifavalda rugli. Þið sem eruð að opna á umræður og taka virkan þátt, þið eruð að hjálpa svo mörgum“, skrifaði Edda við færsluna.

Í skeytinu sem barst Eddu þakkar nafnlaus sendandinn henni fyrir að vera til. Segist viðkomandi hafa bundið enda á samband sitt sem hafi einkennst af stöðugri fýlustjórnun þegar kemur að kynlífi.

Mér er búið að líða ömurlega í mörg ár en hélt að þetta ætti bara að vera svona…ég hélt að ég ætti að stunda kynlíf á hverju kvöldi því annars væri ég ekki góð kærasta og hann var stöðugt að segja mér hvað vinir hans væru að gera með sínum kærustum og ,,þessi leyfir þessum að gera svona“. Ég veit að þú færð milljón skilaboð en ég vildi bara láta þig vita hversu mikilvæg þú ert. Takk fyrir þig. Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf,“ segir sendandinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Druslugangan er á laugardag – Sjáðu myndir frá Pepp-kvöldinu

Druslugangan er á laugardag – Sjáðu myndir frá Pepp-kvöldinu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Víðir er þreyttur, bugaður, fúll, pirraður og leiður

Víðir er þreyttur, bugaður, fúll, pirraður og leiður
Fókus
Fyrir 1 viku

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu