fbpx
Laugardagur 18.september 2021
Fókus

30 ára móðir handtekin fyrir að þykjast vera 13 ára dóttirin í skólanum – „Ég gerði þetta til að sanna svolítið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. júní 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er nú til í heiminum og að líkindum má finna flest í Bandaríkjunum. Þar í landi hefur nú kona að nafni Casey Garcia verið handtekinn og ákærð fyrir nokkuð undarlegt brot. Hún þóttist vera 13 ára dóttir sín í skóla. Já þið lásuð þetta rétt.

Casey sjálf er 30 ára gömul og deildi þessari tilraun sinni á YouTube á fimmtudaginn. Sagði hún að þetta væri félagsfræðileg tilraun sem hún framkvæmdi með því að dulbúa sig sem ungling til að sýna fram á hversu lélegt öryggi væri í barnaskólum.

Hún klæddi sig í gula hettupeysu, setti á sig gleraugu og var að sjálfsögðu með COVID-19 andlitsgrímurnar sem við elskum öll svo mikið og eigum eftir að sakna svo sárt þegar grímuskyldan verður með öllu afnumin.

Casey litaði einnig á sér hárið og setti á sig gervibrúnku til að líkjast dóttur sinni meira. Samkvæmt lögregluskýrslu er Casey 1,5 m á hæð og 47 kg að þyngd.

Á myndbandinu sem hún deildi sést hún ganga taugaveikluð inn í skólann og heila þar skólastjóranum. Hún mætir svo í kennslustundir, hangir með vinkonum dóttur sinnar – sem virðast vita hvað er í gangi – og fær sér að borða í matsalnum.

Casey segir að hún hafi næstum komist í gegnum heilan skóladag þegar hún var loksins „nöppuð“ (e. caught) af kennara og send til skólastjórans.

Hún sagði eftir á að hún hefði ekki komist svona langt með þessa tilraun ef hún hefði ekki haft vinkonur dóttur sinnar sem hjálpuðu henni að viðhalda blekkingunni.

„Ég gerði þetta til að sanna svolítið. Ég sannaði að ég gat komist í gegnum almenningsskóla-kerfið,“ sagði hún

Í öðru myndbandi tók hún fram að einhverjum gæti fundist uppátækið „undarlegt“ en þetta hafi allt verið gert í þeim tilgang að sanna öryggisbrest í bandaríska skólakerfinu.

„Við þurfum betri öryggisgæslu í skólum,“ sagði hún. „Það er það sem ég var að reyna að sanna. Ég vil ekki hrokafull en mér finnst mér hafa tekist vel til.“

Daginn eftir að hún birti myndbandið var Casey handtekinn af lögreglu og verður ákærð fyrir hátternið, en í Bandaríkjunum getur það varðað refsingu að vera í óleyfi á lóðum og húsnæði almenningsskóla. Eins var henni gert að sökum að eiga við opinber skjöl.

Hins vegar hefur skóli dóttur hennar gefið út að öryggisferlar verði nú teknir til endurskoðunar svo Casey hafði eftir allt saman erindi sem erfiði. Reyndar hefur hún að líkindum ekki gert ráð fyrir refsingu fyrir vikið, en ekkert í þessum heimi er ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu

Fjölskyldan stækkar hjá Frikka Dór og Lísu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur