fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

7 atriði sem benda til þess að þú sért frábær í rúminu

Fókus
Laugardaginn 12. júní 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er betra en að hafa gaman? Nú að hafa gaman saman. Flestir hafa gaman af samförum, þó ekki allir. Þeir sem samfara njóta eru stundum að leita leiða til að skara framúr í bólfiminni og standa sig vel. Fæstir vilja vera þekktir fyrir vangetu á því sviði. Eftirafarandi sjö atriði eru samkvæmt úttekt news.com.au merki um það að þú sért fagmaður í faðmlögum.

1 Tenging

Gott kynlíf er ekki bara líkamlegt heldur geta góð tengsl við bólfélagann skapað meiri nánd sem getur gert reynsluna mun betri.

Til að vera góður rekkjunautur þá er fyrsta skrefið að skilja hvernig best sé að ná tengslum við bólfélagann. Mörg pör nýta í því skyni kenningar Tantra til að auka nándina.

2 Sjálfstraust

Sjálfstraust er undirstaðan að því að vera góður í einhverju og það sama gildir um kynlíf. En þetta þýðir ekki bara að þú sért öruggt í bólfiminni heldur líka að þú sért með jákvæða líkamsmynd og finnist þú kynþokkafullt.

Góður rekkjunautur er ekki óöruggur með sjálfan sig og fastur í hausnum á sér heldur getur týnt sér í athöfninni og notið.

3 Þú til í að prófa nýja hluti  

Það eru ákveðnir hlutir sem okkur finnast góðir og aðrir sem við kærum okkur ekki um að prófa. En góður elskhugi er tilbúinn að prófa nýja hluti í rúminu og opinn fyrir hugmyndum.

Heilinn er jafn mikilvægur og líkaminn þegar kemur að góðu kynlífi svo notaðu heilann til að koma með hugmyndir að einhverju nýju því það getur leitt til góðra hluta.

Að sama skapi getur það að vera vanafastur og lokaður fyrir nýjungum í svefnherberginu leitt til þess að kynlíf verður leiðinlegt.

4 Þú hlustar á bólfélagann  

Lélegur elskhugi er gjarnan sá sem er upptekinn af sjálfum sér, þess vegna er mikilvægt að hlusta á rekkjunautinn ef ætlunin er að eiga framúrskarandi samfarir.

Án opinna samskipta þá er ekki hægt að vera góður elskhugi svo vertu tilbúinn að hlusta á bólfélagann, gefa af þér og þá muntu án efa ná árangri í bólförum.

5 Þú ert ekki að flýta þér

Áttu það til að flýta þér í kynlífi eins og um kapphlaup sé að ræða? Eins og þú sért við það að missa af næsta strætó? Þá er það gott merki um að þú þurfir að taka þig á.

Lykillinn er að hægja á sér og njóta útsýnisins.

6 Þú ert til í kynlíf

Það er oft vanmetinn eiginleiki í bólfélaga að vera oftar til í kynlíf en ekki. Það að taka frumkvæði og vera spenntur fyrir því að stunda kynlíf oftar er kynþokkafullt. Auðvitað áttu ekki að stunda kynlíf ef þú ert ekki til en það er oft hægt að auka löngunina með því að koma sér í rétta hugarfarið. Kannski með því að lesa erótíska smásögu, fara í sleik þegar makinn kyssir þig eða hvað sem kemur þér til.**

7 Þú hefur gaman í samförum

Kynlíf þarf ekki að vera alvarlegt, það á ekki að vera jarðarfarastemning yfir því. Að kunna að leika er gífurlega kynþokkafullur eiginleiki. Kynlíf er leiktími okkar fullorðna fólksins og því um að gera að skemmta sér á meðan á því stendur. Það eykur líka nautn.

 

**Í grein news.com.au sem ofangreint byggir á eru lesendur hvattir til að finna jafnvægi milli þess að stunda kynlíf af því bara og taka frumkvæði. Þessu er blaðamaður ósammála og telur að ekki eigi að hvetja fólk til að stunda kynlíf ef þeim langar ekki til þess. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigmundur svarar fyrir stóra brauðtertumálið – „Eftir 12 ár kom loks að því að ég þyrfti að takast á við erfitt mál í pólitík“

Sigmundur svarar fyrir stóra brauðtertumálið – „Eftir 12 ár kom loks að því að ég þyrfti að takast á við erfitt mál í pólitík“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar

Oscar Leone spilar við opnun þjóðarleikvangs Lúxemborgar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið