fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Þórdís Elva skólar Magnús Scheving til – „Þarna, kæri Magnús, ertu að ruglast“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. júní 2021 12:00

Þórdís Elva og Magnús Scheving.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, fyrirlesari, rithöfundur og aktívisti, skrifar opið bréf til Magnúsar Scheving líkamsræktarfrömuðs.

Magnús lét umdeild ummæli falla í hlaðvarpsþætti Begga Ólafs. Hann hélt því fram að það væri ofbeldi ef manneskja neitar maka um kynlíf. Ummælin voru harðlega gagnrýnd og baðst Magnús afsökunar fyrr í dag.

Sjá einnig: Magnús Scheving biðst afsökunar á ummælum sínum – „Því miður komu orðin óboðlega út úr mér“

Þórdís Elva skrifar opinbert bréf til Magnúsar á Facebook-síðu sinni og merkir hann í færslunni.

Hún segir að Magnús sé að „ruglast“ þegar hann segir að það sé tegund ofbeldis að neita maka sínum um kynlíf.

„Að stunda kynlíf með annarri manneskju eru [ekki] mannréttindi, líkt og þú virðist telja. Þvert á móti má færa rök fyirr því að það séu forréttindi sem fólk ávinnur sér, með því að öðlast það gagnkvæma traust og virðingu sem liggur til grundvallar kynlífi,“ segir Þórdís.

„Þú virðist líka vera að misskilja samþykki innan ástarsambanda. Sjáðu til, samþykki er ferskvara, sem þarf að endurnýja í hvert skipti sem þess er leitað. Það þykir ekki lengur eðlilegt að líta svo á að þegar fólk gengur í hjónaband sé þar með að afsala rétti sínum til þess að ákveða hvenær það vill stunda kynlíf, og eigi að vera til í tuskið hvenær sem er. Það er ekki lengur boðlegt að áætla að samþykki þess sé þar með komið í niðursuðudós sem dugi næstu fimmtíu árin. Þetta úrelta hugarfar gerði makanauðganir löglegar. Vissir þú að fram til ársins 2007 mátti fella niður refsingu fyrir nauðgun á Íslandi ef gerandinn og þolandinn gengu í hjónaband? Lögin lögðu bókstaflega blessun sína yfir kynferðisofbeldi í hjónasænginni.“

Þórdís segir að sannleikurinn sé sá að enginn eigi rétt á kynlífi. „Hvorki frá maka sínum, né öðrum. Óháð því hvort fólk sé nýbúið að kynnast eða eigi áratuga ástarsamband að baki. Óháð því hvort það hafi lýst yfir áhuga á kynlífi áður, eða ekki.“

Það sem er ofbeldi

Þórdís bendir Magnúsi á að það sé ekki ofbeldi að neita maka sínum um kynlíf en það sé hins vegar ofbeldi að krefja maka sinn um kynlíf, það sé beinlínis ólöglegt.

„Samþykki er einungis hægt að veita með heilum hug. Ef það er knúið fram með þrýstingi á borð við suð, fýlustjórnun eða jafnvel peningagreiðslu er ekki lengur um heilshugar samþykki að ræða – og þá er verknaðurinn ekki lengur kynlíf, heldur lögbrot. Svo einfalt er það.“

Þú getur lesið færslu Þórdísar í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“
Fókus
Í gær

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Besta augnablik sjónvarpssögunnar“ vekur athygli á ný – Össur hvumsa þegar Kári hunsaði hann

„Besta augnablik sjónvarpssögunnar“ vekur athygli á ný – Össur hvumsa þegar Kári hunsaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak