fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Svona gæti heppni vinningshafinn spreðað – Milljón á mánuði í hundrað ár

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 21:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint var frá í gær vann Íslendingur 1.2 milljarð í Vikingalottó, en það er stærsti lottóvinningur Íslandssögunnar. Fram kom að vinningshafinn væri fjölskyldufaðir á fertugsaldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu.

Eflaust eru flestir sammála um að 1.2 milljarður sé mjög há upphæð, og líklega velta margir því fyrir sér hvað hægt væri að gera við slíka upphæð. Hér að neðan má lesa nokkrar uppástungur, en DV tók saman nokkra hluti sem væri hægt að gera við þessar risastóru upphæð.

Fimm dýrustu fasteignirnar

Sá sem vann í Víkingalottóinu gæti keypt 5 dýrustu fasteignirnar á fasteignavef Fréttablaðsins og samt átt sextíu miljónir í afgang. Sett verð á umræddum eignum er á bilinu 205 til 265 miljónir.

Mikill afgangur af pizzu

Verði vinningshafinn svangur gæti hann keypt sér meira en 700.000 pizzur á megaviku-tilboði Dominos, en tilboðið er á 1690 krónur.

Milljón á mánuði í hundrað ár

Ef sá sem vann vinningin stóra myndi leyfa sér að eyða einni milljón á mánuði þangað til sjóðurinn væri búinn, myndi hann verða uppiskroppa eftir hundrað ár.

Endalausar flugferðir

Flugmiðinn frá Reykjavík til Kaupmannahafnar virðist almennt kosta 39.875 krónur næstu daga hjá Icelandair. Vinningshafinn gæti keypt 30.000 flugmiða á því verði, langaði honum til útlanda.

Iphone-símar í tonnatali

Kannski er sá heppni líka óheppinn og á það til að missa símann sinn í jörðina og eyðileggja hann. Hann myndi því fara í Macland til að kaupa sér nýjan Iphone. En ef hann myndi vilja dýrustu týpuna, Iphone 12 Pro Max með 512GB minni, sem kostar 279.990 krónur, þá gæti hann keypt sér 4.300 stykki.

Aldrei kalt aftur

Yrði vinningshafanum kalt gæti hann farið og keypt sér úlpu frá 66°Norður. Úlpan Dyngja kostar 62.000 krónur, þannig  hann gæti keypt 19.000 úlpur.

Óendanlegt hámhorf

Myndi þeim heppna fara að leiðast gæti hann keypt sér áskrift að Netflix. Þessa dagana kostar fjölskylduáskriftin þar 1840 krónur, en vinningshafinn gæti verið áskrifandi í 1786 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gefur barnsfeðrum sínum einkunn í „furðulegu“ myndbandi – Einn fékk falleinkunn

Gefur barnsfeðrum sínum einkunn í „furðulegu“ myndbandi – Einn fékk falleinkunn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar leikur sæðisfrumu í nýjum smokkaleik landlæknis – Glæsilegir vinningar í boði

Páll Óskar leikur sæðisfrumu í nýjum smokkaleik landlæknis – Glæsilegir vinningar í boði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rostungurinn Valli kominn á stefnumótaforritið Smitten – „Erfitt að taka Valla rostung, ljósið okkar í skammdeginu úr umferð“

Rostungurinn Valli kominn á stefnumótaforritið Smitten – „Erfitt að taka Valla rostung, ljósið okkar í skammdeginu úr umferð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að blása á afmæliskertin en kveikti óvart í sér – Myndband

Ætlaði að blása á afmæliskertin en kveikti óvart í sér – Myndband
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myrkradrottningin kemur út úr skápnum – „Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn“

Myrkradrottningin kemur út úr skápnum – „Þarna á dyrakarminum stóð þjálfarinn minn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar dökku hliðar fyrirsætubransans – Átti að nota kókaín og kynlíf til að grennast

Afhjúpar dökku hliðar fyrirsætubransans – Átti að nota kókaín og kynlíf til að grennast
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur handtekinn fyrir að stunda sjálfsfróun í beinu streymi – Gæti þurft að sitja inni í 12 ár

Áhrifavaldur handtekinn fyrir að stunda sjálfsfróun í beinu streymi – Gæti þurft að sitja inni í 12 ár