fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hjákona segir sig vera falið fórnarlamb faraldursins – „Það er einmanalegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. júní 2021 21:11

Beth segir að hjákonur séu falin fórnarlömb faraldursins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beth Holmes, 28 ára, frá Birmingham segir að hjákonur séu falin fórnarlömb faraldursins. „Það er einmanalegt að vera viðhaldið á meðan útgöngubann stendur yfir. Við erum falin fórnarlömb faraldursins,“ segir hún í samtali við Fabulous Digital.

„Ég er í ástarsambandi með trúlofuðum karlmanni. Það byrjaði í apríl 2019. Ég kynntist Jack Harris, 35 ára, í veislu hjá vinafólki mínu. Hann var hávaxinn, dökkhærður, myndarlegur og ríkur. Ég laðaðist strax að honum.“

Beth segir að hún hefði komist að því að hann ætti unnustu eftir að þau stunduðu kynlíf í fyrsta skipti. „Ég reyndi að fela vonbrigði mín en þetta var týpískt. Ég hafði hitt mann drauma minna og hann var frátekinn,“ segir hún.

„En hann fullvissaði mig um að hann ætlaði að hætta með henni og grátbað mig um að halda áfram að hitta sig. Ég vonaði að hann væri að segja sannleikann. En með hverri vikunni sem leið þá kom í ljós að hann ætlaði ekkert að hætta með henni og ég varð bara vön því að vera hjákonan hans.“

Beth segir að lífið hefði verið ljúft. Maðurinn ferðaðist mikið vegna vinnu sinnar og þau hittust reglulega, fóru út að borða saman og stunduðu frábært kynlíf. En svo skall kórónuveirufaraldurinn á og skyndilega var hann fastur heima með unnustunni sinni og Beth sat eftir með sárt ennið.

Beth.

„Vegna faraldursins gat Jack ekki ferðast og við þurftum að stunda símakynlíf í staðinn. Að geta ekki snert eða séð hann var hræðilegt. Enn verra var að ég gat ekki sent honum skilaboð eða hringt í hann á daginn,“ segir Beth.

„Ég þurfti að fylgja nýjum reglum sem voru settar í kringum unnustu hans, sem var atvinnulaus heima á meðan hann var heimavinnandi. Ég var afbrýðisöm og lá andvaka að hugsa hvort hann væri að njóta ásta með henni.“

Beth segist hafa grátbeðið Jack um að brjóta sóttvarnarreglur en hann neitaði, hann vildi ekki eiga í hættu að vera stoppaður af lögreglunni.

„Þegar reglunum var aflétt fyrir nokkrum vikum eyddi ég 77 þúsund krónum í ný undirföt fyrir endurfund okkar. Jack borgaði fyrir fínt hótel og ég mætti honum í dyrunum í engu nema kynþokkafullum nærfötum. Við sögðum ekkert heldur nutum bara ásta. Þetta var eins og eitthvað úr bíómynd. En ég hef áttað mig á því að ég vil ekki vera hjákonan hans lengur, ég vil að hann verði minn.“

Beth segir að hún ætli að hitta hann í næstu viku til að ræða málið. „Ég vona að hann velji mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig