fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 9. maí 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Butler fjölskyldan var ein vinsælasta fjölskyldan á samfélagsmiðlum á árunum 2008-2017. Fjölskyldufaðirinn var dýrkaður og dáður og leið áhorfendum eins og þeir væru hluti af fjölskyldunni. Það var því mikið áfall fyrir aðdáendur þegar klámstjarna steig fram og greindi frá kynferðislegu sambandi hennar og föðursins.

Með tilkomu samfélagsmiðla hefur bæst við ný tegund afþreyingar, YouTube-myndbönd. Efnið skiptist í marga flokka, eins og tölvuleiki, vörugagnrýni, matur og bakstur, snyrtivörur, förðun og slúður. En einn vinsælasti flokkurinn er fjölskyldumyndbönd eða „family vlogs“.

Fjölskyldumyndbönd er eins umdeild og þau eru vinsæl. Margir eru á móti þeim þar sem flestar þessar síður ganga út á að búa til myndbönd þar sem börnin eru í aðalhlutverki. Ólíkt lögum sem gilda um barnaleikara í Hollywood, eins og að þegar kemur að hámarksvinnutíma, hvíld, námi og þess háttar, þá eru engin slík lög fyrir börn á samfélagsmiðlum.

Lögin ná ekki utan um réttindi barna á samfélagsmiðlum og líta margir svo á að það sé brýn nauðsyn á að uppfæra þau svo þau nái til barnasamfélagsmiðlastjarna. Eina landið sem hefur samþykkt slík lög er Frakkland og tóku lögin gildi í apríl síðastliðinn.

Sjá einnig: Börn áhrifavalda orðin að markaðssettri tekjulind

Butler fjölskyldan

Undanfarin ár hefur fólk orðið meðvitaðra um þessi mál og hefur landslag fjölskyldumyndbanda breyst töluvert. YouTube hefur til að mynda látið loka fyrir kommentakerfi hjá öllum myndböndum þar sem börn koma fram.

En þegar YouTube var ekki samfélagsmiðlarisinn sem hann er í dag þá var ein fjölskylda hvað mest áberandi í YouTube-heiminum og mætti segja að hún hafi verið brautryðjandi þegar kemur að daglegum bloggmyndböndum (e. daily vlogs).

Butler fjölskyldan byrjaði á YouTube árið 2008. Hún kom fram undir nafninu „Shaytards“ á YouTube, nefnd eftir fjölskylduföðurnum Shay „Shay Carl“ Butler, sem sá um síðuna.

Fjölskyldan naut gífurlega vinsælda, þá sérstaklega fyrir dagleg myndbönd sín úr hversdagsleikanum. Áhorfendur fengu að fylgjast með daglegu lífi þeirra og ólíkt því sem tíðkast í dag voru myndböndin hrá og raunveruleg. Svo raunveruleg að þau hlóðu upp myndbandi á hverjum degi og fannst aðdáendum þeirra eins og þeir þekktu fjölskylduna, væru jafnvel hluti af henni.

Það þarf engan vísindamann til að benda á að það getur tekið toll af fjölskyldulífinu og hjónabandinu að taka upp myndbönd á hverjum degi og hvað þá deila þeim með öllu internetinu.

Butler fjölskyldan.

Fyrsta samfélagsmiðlabarnið

Butler-fjölskyldan er stór. Það eru foreldrarnir Shay og Colette Butler og börnin þeirra fimm, Gavin, Avia, Emmi, Brock og Daxton.

Frá 2008 til 2017 var nánast hver mínúta af deginum þeirra send út til áhorfenda sem hlupu á milljónum. Shay sá um YouTube-síðuna þeirra og gaf út í kringum 4500 myndbönd.

Það er oft talað um að yngsti sonur þeirra, Daxton, sé fyrsta barnið til að alast upp í svona umhverfi.

Aðdáendur fjölskyldunnar tengdust henni sterkum böndum og dýrkuðu þau og dáðu. Þegar fólk er sett upp á svona háan stall er fallið mikið.

Shay og Aria.

Skandallinn

Þann 12. febrúar 2017 steig ung kona að nafni Aria Nina fram. Aria var á þeim tíma 22 ára „camgirl“. Í dag er hún með OnlyFans-síðu þar sem hún selur erótískt efni. Hún gerir einnig klámmyndbönd fyrir PornHub.

Aria greindi frá því að hún og Shay, sem þá var 36 ára, hefðu átt í kynferðislegu sambandi á netinu. Með því splundraðist ásýnd almennings á Shay sem hinum heilnæma fjölskylduföður.

Hún afhjúpaði samband sitt og Shay í viðtali í YouTube-þættinum Drama Alert. Hún birti einnig skjáskot af samskiptum sínum við Shay sem voru einstaklega kynferðisleg.

Aria sagði að þau höfðu átt í kynferðislegu sambandi í gegnum netið í þrjá mánuði. „Síðan varð hann mjög dónalegur og í gær var hann alveg ógeðslega dónalegur þannig ég ákvað að birta bara skjáskotin,“ sagði hún við Keemstar, þáttastjórnanda Drama Alert.

Hún sagði að Shay hafi ekki litið á hana sem manneskju, heldur leið til að losa um kynferðislega spennu.

Skjáskotin.

Shay staðfesti lögmæti skilaboðanna sjálfur í samtali við Keemstar. Hann hélt því fram að Aria hafi nálgast hann til að byrja með og hafi „platað“ hann til að senda kynferðisleg skilaboð. Aria benti á að hann hefði sent henni mynd af getnaðarlim sínum og myndband af sér fróa sér og spurði hvernig hún átti að hafa platað hann í það.

Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu og sagðist vera að glíma við alkóhólisma og baðst afsökunar að hafa brugðist fjölskyldu sinni og aðdáendum.

Shay deildi einnig myndbandi á YouTube þar sem hann baðst afsökunar. Hann hefur síðan þá eytt myndbandinu en netverjar hafa endurbirt það á YouTube.

Hvað gerðist næst?

Shay og fjölskylda tóku sér hlé frá samfélagsmiðlum og einblíndu á fjölskyldulífið. Það var þó ekki vegna skandalsins sem þau tóku sér hlé, allavega ekki upphaflega. Í febrúar, mánuði áður en Aria steig fram, birti Shay myndband og sagði fjölskylduna ætla að „hverfa í ár“ og taka sér verðskuldað frí frá samfélagsmiðlum.

Þau hættu að deila myndböndum frá febrúar 2017 til mars 2018. Þau byrjuðu að deila aftur myndböndum reglulega, en þó ekki daglega eins og áður. Þau tóku sér aftur hlé frá mars 2019 til maí 2020 en hafa síðan þá verið nokkuð virk og birt myndbönd á 1-2 mánaða fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hakkar í sig Kötlu – Baltasar enginn Bergman og gefur tvo af tíu í einkunn

Jón Viðar hakkar í sig Kötlu – Baltasar enginn Bergman og gefur tvo af tíu í einkunn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan endurtekur sig: MORFÍs úrslitin og hinar vitlausu tilkynningarnar – Sigmundur Davíð, Óskarinn og fegurðarsamkeppni

Sagan endurtekur sig: MORFÍs úrslitin og hinar vitlausu tilkynningarnar – Sigmundur Davíð, Óskarinn og fegurðarsamkeppni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad