fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Vinalegir rígar í Hollywood

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 8. maí 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, eða svo er sagt. En það er ekki alltaf raunveruleikinn og ef satt skal best segja gefur það lífinu skemmtanagildi þegar aðrir deilar – það er að segja aðrir en við sjálf. Þess vegna rífast meira að segja persónurnar í þáttunum sem bókstaflega heita Vinir. Því annars hefði enginn nennt að horfa á þá.

Drama selur. Deilur selja. Þetta vita stjörnurnar í Hollywood og hafa nokkrar þeirra tekið upp á því að eiga í opinberum deilum, sem reyndar eru ekki beint deilur heldur ýktur uppspuni – allt gert í nafni skemmtanagildisins.

Jimmy Kimmel og Matt Damon 

Gervi-stríðið á milli þáttastjórnandans Jimmy Kimmels og leikarans Matt Damons er orðið frægt. Það byrjaði þannig að Kimmel lenti í því að eiga slæman dag og þátturinn ekkert sérstaklega góður. Til að fá smá hlátur frá áhorfendum ákvað hann því að ljúka þættinum á orðunum „Ég vil svo biðja Matt Damon afsökunar en við höfum ekki tíma fyrir hann.“ Þetta sló í gegn svo hann hóf að ljúka öllum þáttum sínum á þessum orðum.

Matt Damon hafði ekki hugmynd um þetta. En árið 2006 var hann samt í raun og veru bókaður sem gestur í þættinum og þá útskýrði Jimmy þetta allt fyrir honum baksviðs. Frá þessum punkti var gervi-stríðið hafið, aðdáendum til mikillar gleði.

 

Ryan Reynolds og Hugh Jackman 

Leikararnir Ryan Reynolds og Hugh Jackman hafa þekkst í rúman áratug og urðu góðir vinir eftir að þeir léku báðir í kvikmyndinni X-men Origins: Wolverine árið 2009.

Stórfyndna gervi-stríð þeirra hófst svo árið 2015 þegar Reynolds lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Deadpool.  Reynolds tók slagin meira að segja inn í kvikmyndina Deadpool og framhaldsmyndina og gerir ítrekað grín af ofurhetjunni sem Jackman leikur, Wolverine.

Kevin Hart og Dwayne Johnson

Leikararnir Kevin Hart og Dwayne Johnson eru kannski ekki týpurnar sem á pappír líta út fyrir að vera vinir. En þeir náðu svona stórvel saman þegar þeir léku saman í grínmyndinni Central Intelligence árið 2016.

„Eftir að ég byrjaði að vinna með honum get ég í hreinskilni sagt að ég hef aldrei átt svona bróður-legt samband við nokkurn annan sem ég hef unnið með og það er mjög töff. Ef við gerum aldrei saman aðra kvikmynd þá veit ég samt að ég á bróður fyrir lífstíð sem ég á sjúklega vel saman með,“ sagði Johnson eitt sinn í viðtali.

Þar sem þeir eru góðir vinir hafa þeir hafið gervi-stríð á samfélagsmiðlum þar sem þeir gera góðlátlegt grín hvor að öðrum, svo sem með að nota myndvinnsluforrit eða skilja eftir kaldhæðnar athugasemdir við færslur hvors annars.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kevin Hart (@kevinhart4real)

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by therock (@therock)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021