fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Floyd Mayweather slóst við YouTube-stjörnur í gær

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 10:23

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Floyd Mayweather, einn besti hnefaleikakappi allra tíma, og Logan Paul, YouTube-stjarna, munu berjast þann 6. júní næstkomandi á Hard Rock-vellinum í Miami. Mayweather hefur barist 50 sinnum og sigrað alla bardaga sína á meðan Paul hefur aðeins einu sinni barist og tapaði hann þeim bardaga.

Í gær mættust þeir kappar í fyrsta skiptið til að auglýsa bardagann. Þeir stóðu tveir uppi á sviði og jusu fúkyrðum yfir hvorn annan á meðan fjölmiðlar fylgdust með. Eitt af því sem kom fram var að Floyd sagðist vera tilbúinn að slást við bæði Logan Paul og bróður hans, Jake Paul, á sama kvöldi. Eftir þessa sýningu frá þeim sauð allt upp úr.

Floyd var í viðtali þegar Jake labbaði upp að honum og fór að rífa kjaft. Eftir orðaskiptin tók Jake derhúfuna hans Mayweather og hljóp í burtu. Hann komst ekki langt þar sem fylgdarlið Mayweather reif hann niður og virtust veita honum nokkur högg. Þegar þeir náðu derhúfunni hans Mayweather aftur þá slepptu þeir honum.

Þegar Logan Paul sá mennina halda litla bróður sínum niðri, fauk í hann og hann ætlaði sér að hjóla í Mayweather. Þeir reyndu að skiptast á nokkrum höggum en það gekk brösuglega þar sem fylgdarlið þeirra beggja skarst í leikinn.

Allt í kringum þessi slagsmál virðist vera mjög barnalegt og furðulegt er að sjá fullorðna karlmenn taka derhúfur af hvorum öðrum til að reyna að niðurlægja þá með einhverju móti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hakkar í sig Kötlu – Baltasar enginn Bergman og gefur tvo af tíu í einkunn

Jón Viðar hakkar í sig Kötlu – Baltasar enginn Bergman og gefur tvo af tíu í einkunn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan endurtekur sig: MORFÍs úrslitin og hinar vitlausu tilkynningarnar – Sigmundur Davíð, Óskarinn og fegurðarsamkeppni

Sagan endurtekur sig: MORFÍs úrslitin og hinar vitlausu tilkynningarnar – Sigmundur Davíð, Óskarinn og fegurðarsamkeppni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bindisfrágangur Ólafs setur Twitter á hliðina: „Löglegt en siðlaust“

Bindisfrágangur Ólafs setur Twitter á hliðina: „Löglegt en siðlaust“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner afhjúpar af hverju Travis Scott kom ekki fram í þáttunum

Kylie Jenner afhjúpar af hverju Travis Scott kom ekki fram í þáttunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad