fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. maí 2021 16:00

Myndir/Instagram @kamillaivars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamilla Ívarsdóttir er ung kona, aðeins nítján ára gömul en hefur orðið fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu maka. Hún steig fyrst fram árið 2019 og þykir hafa sýnt styrk og hugrekki með frásögn sinni af ofbeldinu. Málið vakti mikinn óhug hér á landi. Hún kærði manninn sem hlaut dóm fyrir árásir sínar gagnvart henni.

Sjá einnig: „Hann hélt hníf upp við hálsinn á mér“ og sagðist ætla að „drepa fjölskylduna mína og mig“

Síðan árið 2019 hefur Kamilla komið fram í Kastljósi á RÚV og í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur og sagt frá sinni reynslu af því að vera þolandi ofbeldis.

Margir þolendur stigið fram

Fjölmargir þolendur ofbeldis hafa stigið fram síðustu daga og greint frá reynslu sinni, og jafnvel hefur verið talað um nýja #metoo byltingu. Þetta á sér stað eftir að tvær konur lögðu fram kæru á hendur fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasonar sem kom fram í eigin hlaðvarpsþætti og sagði verið að reyna að hafa af honum mannorðið með grófum sögusögnum um ofbeldi.

Fjölmargir á samfélagsmiðlum hafa gagnrýnt konurnar sem kærðu Sölva og reynt að draga úr trúverðugleika þeirra.

Sárnar umræðan

Kamilla opnaði sig um þetta á Instagram í gær og gaf DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um það. Hún segir að henni sárni umræðan um þolendur og trúverðugleika þeirra undanfarna daga. Þegar hún las yfirlýsinguna frá annarri konunni sem er að kæra Sölva fyrir ofbeldi, sem má lesa hér, þá hafi hún fengið einkenni áfallastreituröskunnar (e. PTSD).

„Ég fékk svona ógeðslega tilfinningu í líkamann allan, út af því ég skil svo vel hvernig það er að láta leggja hendur á sig,“ segir Kamilla.

Myndi ekki stíga fram í dag

Kamilla segir að ef hún væri ekki búin að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún hefur orðið fyrir, þá myndi hún ekki vilja gera það núna.

„Ég myndi aldrei gera það miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá. Ég myndi aldrei gera það,“ segir Kamilla.

Umræðan síðustu daga hefur haft mikil áhrif á Kamillu. „Þetta er í alvöru það mikið að fara í mig að ég titra og er pirruð, því það er ekkert grín að tala um ofbeldi sem maður hefur orðið fyrir. Það er ekki létt, það er líka ekki létt að bera það á bakinu á sér að maður sé í ofbeldissambandi eða maður sé að verða fyrir ofbeldi. Þetta er eitt að því erfiðasta sem þú getur gengið í gegnum, að verða fyrir ofbeldi.“

Hún segist hafa ákveðið að opna sig um málið á Instagram því henni þykir fáránlegt að fólk sé að gera lítið úr þeim sem greina frá því að þau hafi verið beitt ofbeldi og þau sögð vera að ljúga. „Því ég hef sjálf fengið að heyra það að ég sé að ljúga um allt sem ég hef lent í og sé ekkert skárri en minn ofbeldismaður. En það er líka hvernig hann talar,“ segir hún.

„Þetta er að fara ógeðslega í mig og ég held að þetta sé að fara í alla sem hafa orðið fyrir ofbeldi því þetta er ekki í lagi.“

Sjá einnig: Sigmar segist ekki taka afstöðu með Sölva heldur sé hann hlutlaus – Útskýrir tárin sem hann felldi yfir viðtalinu

Samskipti við Simma Vill

Kamilla birtir skjáskot af frétt Vísis um að Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður hafi fellt tár með Sölva. „Enginn getur sett sig í spor þolanda, skulum hafa það þannig bara,“ segir hún og merkir Sigmar í færslunni.

Kamilla birtir næst skilaboð frá Sigmari vegna færslunnar.

„Það er engin leið að setja sig í spor þolenda sem þolað hafa hörmuleg atvik. Það er harmur að lenda í ofbeldi, hvað þá kynferðislegu ofbeldi. Ég finn svo sannarlega til með öllum þeim sem í slíku lenda. Grátur minn var engin stuðningsyfirlýsing við Sölva og hvað þá einhverskonar afstaða til þessa hörmulega máls. Ég fann þó til með honum í lýsingu hans um að svipta sig ekki lífi og vilja ekki gera föður sínum það aftur. Það að nafngreina gerendur áður en mál koma fyrir dóm finnst mér ekki réttlætanlegt. Á sama tíma finnst mér að allir sem brjóta á öðrum eigi að fá dóma!“ Segir Sigmar.

Kamilla svarar Sigmari og eiga þau stutt samtal sem má lesa hér að neðan.

Skjáskot/Samskipti

Kamilla bendir síðan á að Sölvi hafi nafngreint sig sjálfur. Meintir þolendur Sölva gerðu það ekki, heldur steig hann sjálfur fram í færslu á samfélagsmiðlum og svo með viðtali í hlaðvarpsþættinum sínum.

Átakanlegar myndir

Kamilla birtir tvö átakanleg myndbönd frá því að hún varð fyrir heiftarlegu ofbeldi. Í fyrra myndbandinu má sjá mikla áverka á andliti hennar og í seinna myndbandinu er hún að reyna að farða yfir áverkana.

„Getið þið ímyndað ykkur hversu margir á Íslandi, á hverjum einasta degi, eru að mála yfir glóðaraugun sín eða aðra áverka? Fólk sem vinnur með ykkur, fólk sem er með ykkur í skóla, fólk sem þið sjáið úti í búð eða jafnvel einhver í fjölskyldunni ykkar,“ segir hún.

„Gerum betur, í alvöru, og þá tala ég líka um það að réttarkerfið hérna á Íslandi þar svo sannarlega að fara að breytast.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021