fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Móðir Guðrúnar tapaði baráttunni við fíknsjúkdóminn – „Það kemur enginn heill út úr svona aðstæðum sem barn“

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 11:30

Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Guðrún á stóra og merkilega sögu, er uppkomið barn alkóhólista, auk þess að vera sérfræðingur á ýmsum sviðum sem tengjast fíkn beint og óbeint.

Guðrún segir frá æskunni í Vestmannaeyjum, ofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar og óörygginu sem fylgir því að alast upp hjá veikum alkóhólista.

„Ég man svona óljóst eftir mér inni í herbergi, 8-10 ára stelpa í vanlíðan eftir uppákomu heima og hugsaði: „Oh, þegar ég verð stór ætla ég að vinna við að hjálpa krökkum eins og mér,““ segir Guðrún en hún gleymdi þessum hugsunum sínum og fetaði sína leið.

Móðir Guðrúnar tapaði baráttunni við fíknsjúkdóminn langt fyrir aldur fram, þegar Guðrún var aðeins tvítug. Hún segir að þessi áhugi á að hjálpa öðrum hafi komið aftur um það leyti.

„Nú tala ég sem sérfræðingur í þessum málefnum og sem litla ég. Það kemur enginn heill út úr uppeldi og sambúð, úr svona aðstæðum sem barn. Upplifa allt þetta óöryggi,“ segir Guðrún.

Guðrún segir frá tilfinningum sem fylgdu því ástandi sem ríkti á heimili hennar og tók hún hlutverk týnda barnsins. Aðspurð segir Guðrún frá því að móðir hennar hafi aldrei náð bata frá fíknisjúkdómnum.

„Það var búið að gera ýmsar tilraunir, hún smaug alltaf, hún var eins og vatnið. Lofaði öllu fögru, þið vitið hvernig þetta er, síðasta fylleríið og allt það,“ segir Guðrún um móðir sína.

Í dag hefur Guðrún sérhæft sig í vinnu með unglingum á aldrinum 12-18 ára og hefur hún mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Til þess að geta unnið með unglingum og geta fylgt þeim eftir þarf hún að setja sig inn í þeirra heim og vinna hratt.

„Þú þarft að vera með á nótunum á öllum þessum samfélagsmiðlinum, vera rosalega lifandi, vinna hratt og bara live and breathe it,“ segir hún.

Guðrún telur skólakerfið bregðast börnunum og unglingum sem sýna áhættuhegðun. Kerfið virkar ekki eins og það ætti að gera. Hún segir að kerfið snúist mikið um greiningar í stað þess að byrja á byrjuninni og tala við börnin sjálf.

„Við fræðingarnir erum ofboðslega mikið að tala um þau, þau eru svona og svona og við erum rosa klár en við setjumst ekki niður og tölum við unglinginn og segjum: „Hvað segir þú? Segðu mér aðeins frá þér,“ segir Guðrún.

Varðandi neyslu ungmenna segir Guðrún að aukning á neyslu Spice sé falin fyrir skólayfirvöldum og foreldrum þar sem víman dugir stutt og krakkar hafa mikinn tíma yfir daginn til að vera í vímu og láta renna af sér en koma á réttum tíma heim.

„Oft er vandinn orðinn mikill þegar málið kemst loksins upp og einstaklingur kominn með töluverðan fíknivanda,“ segir Guðrún að lokum.

Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“