fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fókus

Aflýsti brúðkaupinu eftir að hún tók eftir smáatriði á mynd – „Það sem ég sá var mjög furðulegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 10:27

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf jafn ömurlegt að komast að því að makinn þinn er að halda framhjá. Bandarísk kona, sem kallar sig Leela Li á TikTok, aflýsti brúðkaupinu sínu með aðeins 26 daga til stefnu.

Hún hafði þó góða ástæðu, unnustinn var henni ótrúr.

Leela greinir frá þessu í myndbandi á TikTok og segir að fjölskyldan hennar hafi gagnrýnt hana harðlega fyrir ákvörðun hennar.

„Ég aflýsti brúðkaupinu 26 dögum fyrir stóra daginn því ég fann þáverandi unnusta minn á stefnumótasíðu. Þetta var stórt brúðkaup, ekkert lítið og aðeins þeir nánustu. Ég var búin að bjóða yfir hundrað manns alls staðar frá í Bandaríkjunum,“ segir hún.

Leela segir að hún hafi tekið eftir nokkrum viðvörunarmerkjum í fari unnusta síns og í kjölfarið hafi hún byrjað að leita að sönnun fyrir því að hann væri að gera eitthvað af sér.

Á þessum tímapunkti voru þau búin að vera saman í þrjú ár og trúlofuð í ár. Fjölskyldum þeirra kom vel saman og allir voru spenntir fyrir brúðkaupinu.

Rúmlega mánuði fyrir stóra daginn stakk unnustinn upp á því að þau myndu „opna sambandið“. Þessi uppástunga kom alveg flatt upp á Leelu og endaði hún með að flytja til vinkonu sinnar í smá tíma.

@leela_li##storytime ##callingoffwedding ##fyp ##cheating Calling off my wedding. Part 2 posting soon!♬ Emotional Piano Instrumental In E Minor – Tom Bailey Backing Tracks

Nokkrum dögum seinna fór hún aftur heim til þeirra til að nota tölvuna. Hún ákvað að skoða ruslahólfið og fékk loksins grun sinn staðfestan.

„Ég sá að hann eyddi netsögu sinni af stefnumótasíðunni AdultFriendFinder.com og það sem ég sá var mjög furðulegt,“ segir hún. Hún og vinkona hennar skoðuðu síðuna en fundu manninn hvergi, a.m.k. ekki andlit hans né hans raunverulega nafn en þær könnuðust eitthvað við eina mynd.

Á myndinni mátti sjá nakinn mann frá mitti og niður – en það var ekki það sem vakti athygli vinkvennanna, heldur sængurverið.

„Þetta voru okkar sængurver og við vorum tiltölulega nýbúin að kaupa það, svo það var ekki eins og hann væri að hlaða upp gamalli mynd á þessa síðu,“ segir Leela.

@leela_li##storytime ##callingoffwedding ##fyp Here is more detail that helps explain the beginning process.♬ Epic Emotional – AShamaluevMusic

Það var ekki það eina furðulega sem þær fundu á síðunni. Unnusti Leelu var ekki að óska eftir skyndikynnum með öðrum konum heldur körlum. Hún segir að það hafi þó ekki verið það versta, heldur að hann hafi gefið sér tíma í að skrá sig á síðuna, taka myndir og hlaða þeim upp á síðuna og tala við annað fólk. Þetta hafi ekki verið einhver skyndiákvörðun sem tók nokkrar sekúndur í framkvæmd heldur þaulhugsuð svik.

Leela batt enda á sambandið og segir að unnustinn hafi verið skringilega hissa á ákvörðun hennar.

Hún fer nánar út í smáatriðin í nokkrum myndböndum á TikTok sem má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinalegir rígar í Hollywood

Vinalegir rígar í Hollywood
Fókus
Fyrir 5 dögum

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“