fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fókus

„Kærastinn hélt framhjá því ég gat ekki sótt hann í fangelsið“ – McDonalds-máltíð kom upp um hann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona segir frá því hvernig kærasti hennar hélt framhjá henni þegar hún gat ekki sótt hann í fangelsið. Það sem kom upp um hann var máltíð á skyndibitastaðnum sem Íslendingar sakna, McDonalds.

Ástralska fjölmiðlakonan og pistlahöfundurinn Jana Hocking segir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Kinda Sorta Dating. Hún og fyrrverandi kærasti hennar voru saman í fimm ár og yfir þann tíma þurfti kærastinn að dúsa í fangaklefa yfir helgi, tvisvar.

Jana var á þessum tíma í námi og gat ekki sótt kærastann í fangelsið á sunnudeginum. Hún segir að hann hefði þá nýtt tækifærið til að fá hjákonuna, sem hún vissi ekki af, til að sækja sig.

„Ég var í sambandi með mjög slæmum strák (e. bad boy). Hann fór í fangelsi, eða varðhaldsvist yfir helgi. Hann var versti kærasti í heimi og ég hafði áður sótt hann í fangelsið en ég komst ekki þennan dag vegna skólans,“ segir hún.

Jana segir að hún hefði snögglega bundið enda á sambandið þegar hún komst að því að hún væri ekki eina konan í lífi hans. „Ástæðan fyrir því að ég komst að því að hann átti aðra kærustu var að mamma mín sá þau borða saman á McDonalds, daginn sem ég komst ekki að sækja hann.“

Jana var að læra fjölmiðlafræði á þessum tíma og kláraði námið. Hún er núna ein stærsta fjölmiðlastjarnan í Ástralíu og skrifar reglulega pistla fyrir News.au um sambönd og samskipti kynjanna. Hún hefur lært mikið af reynslu sinni, sérstaklega að „slæmir strákar“ séu ekki málið.

Í desember í fyrra sagðist hún loksins hafa áttað sig á því af hverju konar laðast svona að „slæmum strákum.“ Hún sagði hávísindalega ástæðu á bak við það.

Sjá einnig: Ástæðan fyrir því að konur laðast að „slæmum strákum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Í gær

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix