fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Íslenskt bardagafélag slær í gegn með yfir 30 milljónir í áhorf – Heimsfræg síða hefur óskað eftir samstarfi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 14:30

Samsett mynd/TikTok @tyrmma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagaíþróttafélagið TÝR hefur verið að vekja heimsathygli á TikTok undanfarið. Myndbönd sem sýna sjálfsvarnartækni hafa slegið í gegn og mörg þeirra hafa fengið hundruðir þúsunda í áhorf, sum margar milljónir í áhorf.

Jón Viðar Arnþórsson, meðeigandi og stofnandi TÝR, og Imma Helga Arnþórsdóttir, bardagakappi og þjálfari hjá TÝR eru stjörnur TikTok-síðu TÝS. Síðan var stofnuð fyrir um þremur mánuðum síðan og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa.

„Viðbrögðin hafa verið mögnuð. Við höfum fengið hátt í 30.000.000 áhorf á þessum tíma og erum komin með yfir 320 þúsund fylgjendur. Við höfum einnig fengið gríðarlega mikið af jákvæðum og skemmtilegum athugasemdum,“ segja þau í samtali við DV.

Vinsæli vefmiðillinn LadBible, sem er með yfir 40 milljónir fylgjendur á samfélagsmiðlum, hafði samband við þau vegna myndbandanna. „Þeir höfðu áhuga á samstarfi. Það er þó ekki byrjað,“ segja þau.

Myndbandið hér að neðan hefur fengið yfir sjö milljónir í áhorf.

@tyrmma*TW – Wait for the end! ##tyrmma ##isrmatrix @jon_vidar @imma_mma♬ Runaway – AURORA

Sumum myndböndum gengur betur en öðrum, eins og nýlegt myndband hefur fengið yfir sjö milljónir í áhorf og annað eldra myndband er með yfir 18 milljónir í áhorf. Aðspurð hvort þau séu búin að átta sig á því hvað gerir vinsæl myndbönd vinsæl, hvort það sé einhver sérstök formúla segja þau:

„Við höfum mikið verið að spá í formúlunni. Mjög margir sem ná vinsældum á TikTok eru að herma eftir hvort öðru, detta í einhver skemmtileg trend og fá athygli þannig. Við viljum frekar hafa allt efnið okkar frekar „original“ og semja myndböndin frá grunni út frá okkar hugmyndum. TikTok leyfir þér svo að nota skemmtilega tónlist sem hjálpar oft með stemninguna í myndbandinu. Okkur finnst myndböndin þurfa að vera frekar grípandi í byrjun, hafa einhverja sögu og svo einhvern spennandi eða fyndinn enda, svo að fólk horfi á allt myndbandið. En við erum langt frá því að vera einhverjir TikTok sérfræðingar. Við erum bara að reyna að gera þetta spennandi og einfalt svo að almenningur fái áhuga á því að æfa sjálfsvörn.“

Horfðu á myndbandið með yfir 18 milljónir í áhorf hér að neðan.

@tyrmmaTrigger warning. ##selfdefense ##tyrmma @jon_vidar @imma_mma♬ Post Malone (feat. RANI) – Sam Feldt

Þú getur skoðað fleiri myndbönd hér að neðan og á TikTok-síðu Týs. Þú getur kynnt þér sjálfsvarnarnámskeiðin á vefsíðu Týs.

@tyrmma

Rear naked choke ##selfdefense ##tyrmma @imma_mma @jon_vidar

♬ Astronaut In The Ocean – Masked Wolf

@tyrmma

##tyrmma ##isrmatrix @jon_vidar @imma_mma

♬ Paparazzi – Kim Dracula

@tyrmma

##selfdefense ##tyrmma @jon_vidar @imma_mma

♬ Roses (imanbek remix) – SAINt JHN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki