fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Segir óásættanlegt að karlmenn bjóði henni í göngutúr eða á kaffihús

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. maí 2021 21:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kornelija Slunjski er áhrifavaldur og förðunarfræðingur frá Króatíu, búsett í Miami. Hún sætti nýlega harðri gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar á stefnumótum á TikTok. Kornelija sagðist ekki fara á fyrsta stefnumót með karlmönnum ef þeir bjóða henni í göngutúr eða á kaffihús.

„Í fyrsta lagi er ég ekki hundur sem þarf að viðra. Í öðru lagi þá á ég Nespresso vél heima sem virkar prýðilega,“ segir hún.

„Við erum heldur ekki að fara út í drykki. Þú átt eftir að reyna að gera mig ölvaða og fá mig heim. NEI. Við förum út að borða!“

„Þú ætlar að sækja mig og við ætlum á veitingastað. Við ætlum að sjá borðsiði þína. Við ætlum að sjá hvað þú pantar. Við ætlum að sjá hvort þú heldur rétt á matarprjónunum. Við ætlum bara að… rannsaka þig aðeins.“

@kokobeauteNO to zero effort men ##datingadvicefortheladies ##datinglife2021 ##datingtoday♬ original sound – KokoBeaute

Það er óhætt að segja að yfirlýsingar Kornelija hafa vakið mikla athygli. Fjöldi manns hafa skrifað við myndbandið, sérstaklega karlmenn, og sakað hana um að „krefjast of mikillar vinnu“, eða „high maintenance.“ Kornelija var ákveðin og sagði að ef karlmanni þætti hún „high maintenance“ þó væri hann ekki karlmaðurinn fyrir hana.

Í öðru myndbandi sem einnig hefur vakið athygli segir Kornelija að karlmenn eigi alltaf að borga fyrir stefnumót. Hún segist meðvituð um að skoðanir hennar séu umdeildar

„Ég kem frá Króatíu í Evrópu og þar borga karlmenn alltaf fyrir fyrsta, annað, þriðja og öll stefnumótin. Skoðun mín mun ekki breytast. Svona ólst ég upp. Ég gæti aldrei verið með karlmanni sem myndi láta mig borga fyrir eigin máltíð á fyrsta stefnumóti,“ segir hún.

@kokobeauteI said it… ##datingadvicefortheladies ##datinglife2021 ##datingbelikethat ##whopaysfordates♬ Swear By It – Clutch

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“