fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Lífsbiblíuhöfundur tekur við kaffihúsi í Hofi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. maí 2021 08:25

Mynd/Sunna Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barr kaffihús er nýtt kaffihús í Menningarhúsinu Hofi. Veitingastjóri Barr er Silja Björk Björnsdóttir. Silja Björk er landsmönnum vel kunn. Hún er annar höfundur Lífsbiblíunnar ásamt Öldu Karen Hjaltalín og hefur einnig verið ötul baráttukona í umræðu um geðsjúkdóma.

Barr kaffihús opnar fyrstu vikuna í júní. Silja Björk segir nafnið sótt í þéttvaxna og hrjóstuga barrskóga landsins. „Meiningin að koma með græna náttúruna inn í menningarhúsið. Á Barr verður lögð áhersla á gott, gæðakaffi frá Te & Kaffi, klassíska drykki í bland við nýjungar, kaffikokteila og auðvitað vandaða þjónustu við gesti. Boðið verður upp á súrdeigsbrauð frá Böggvisbrauði, dýrindis kökur og sætindi úr héraði, súpur og samlokur frá Múlabergi og gómsæt náttúruvín frá Berjamó,“ segir Silja Björk.

„Til okkar eru allir velkomnir. Það verður hægt að sitja úti við fjörðinn í góðri gæðastund með könnu af svalandi Pimm’s eða norðlenskum craft bjórum. Við ætlum að bjóða upp á allskonar skemmtilega kaffidrykki sem sækja innblástur í kaffimenningu framandi landa og einnig verða allskonar skemmtilegir pop-up viðburðir á kaffihúsinu, bæði menningarviðburðir og matarupplifanir í bland,“ segir Silja Björk.

Silja Björk hefur búið síðustu átta árin í Reykjavík en er fædd og uppalin á Akureyri. „Ég hef unnið í þjónustu- og veitingageiranum nánast alla mína starfsævi, komið að rekstri kaffihúsa Te & Kaffi og veitingastaða víða í borginni. Ég er mjög spennt að vera komin aftur heim til Akureyrar og njóta mín í faðmi Eyjafjarðarins og fjölskyldunnar og ekki skemmir fyrir að vera komin í flottan mannauð Menningarfélagsins. Það eru spennandi tímar framundan og sumarið verður bjart og skemmtilegt hjá okkur á kaffihúsinu, gott kaffi í sólinni með fallegasta útsýni bæjarins.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“