fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Berglind verður fyrir aðkasti vegna tónlistar sinnar: „Þetta er mögulega mest misskilda manneskja sem ég veit um“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. maí 2021 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Berglind Saga Bjarnardóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Saga B, er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Þegar þær stöllur kynna Berglindi í þættinum segir eru þær sammála um að Berglind sé afar misskilin í samfélaginu. „Þetta er mögulega mest misskilda manneskja sem ég veit um,“ segir hún.

Í þættinum ræða um hversu „misskilin“ Berglind og tónlist hennar er og nefna sérstaklega lagatexta Berglindar, eins og við lögin „Harder“ og „Who‘s My Daddy“. Textinn er á köflum einkar klúr og klámfenginn en Berglind leggur mikið upp úr fyndnum texta með góðum „punch lines.“ Það á það því miður til að misskiljast.

Fjóla viðurkennir að hún hélt að Berglindi væri „fúlasta alvara“ með textanum.

„Það eru svo margir sem halda það,“ segir Berglind. Hún segir að húmor skipti hana miklu máli og er hún ávallt með hann að vopni í daglegu lífi og fær hann því að fylgja með í textasmíðina.

Sjá einnig: Berglind um myndbandið á kampavínsklúbbnum

Rifjar upp leiðinlega athugasemd

Aðspurð hvort hún fái mikið af „hate“ á netinu vegna tónlistarinnar svarar Berglind játandi. „Ég held að fólk misskilji mig svolítið mikið,“ segir Berglind og tekur Fjóla undir.

„Ég er búin að tala við af fullt af fólki og fæ að heyra að ég sé einhver plastdúkka, sem þið sjáið að ég er ekki.“

Berglind segist fá alveg sinn skerf af neikvæðum og ljótum athugasemdum á netinu. Hún rifjar upp leiðinlega athugasemd sem hún fékk á dögunum.

„Ég setti eitthvað myndband á TikTok um daginn og fékk athugasemdina: „You apparently went to the wrong doctor,““ segir Berglind og hlær. Hún segist hafa skoðað manneskjuna sem sendi skilaboðin og þetta var ung íslensk stelpa þrátt fyrir að skilaboðin væru á ensku.

Í apríl steig Berglind fram í viðtali hjá DV og blés á kjaftasögurnar um að hún hefði gengist undir fegrunaraðgerðir á andliti.

Sjá einnig: Berglind blæs á kjaftasögurnar – „Fyrst þegar ég heyrði þetta var ég ótrúlega sár og reið“

Aðgerð breytti lífi hennar

Berglind segir frá því hvernig svuntuaðgerð breytti lífi hennar. „Ég léttist um 80 kíló og fór í svuntuaðgerð,“ segir hún.

„Ég beið í sex ár, ég hélt að húðin myndi fara til baka [sem hún gerði að einhverju leyti] en það þurfti samt að taka alveg tvö og hálft kíló af húð. Það er mjög mikið. Ég var alltaf með, ég vil ekki láta neinn líta illa út en þetta kallast „tussubumba“, sem að hangir svona hérna. Ég var alltaf með bungu hérna þannig það sem þetta gerði er að láta mér líða mjög illa þegar ég sat alls staðar. Því þó ég var í þessu formi þá var ég með mikla húð hérna niðri. Þannig ég fór fyrir einu og hálfu ári síðan í þessa aðgerð og það breytti lífi mínu. Ég fór að grenja þegar ég sá [útkomuna],“ segir Berglind.

Berglind segist einnig hafa látið lyfta brjóstunum og endurbyggja þau en meira hefur hún ekki gert við útlit sitt þrátt fyrir þrálátar kjaftasögur.

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þátturinn er einnig á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum