fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Hvað er að frétta af 450 kílóa systrunum? – Nýr kærasti og áhyggjufullir aðdáendur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 20:30

Skjáskot/TLC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpstöðin TLC framleiðir fjölda áhugaverðra þátta um alls konar fólk. Toddlers and Tiaras fjallar um smábörn sem taka þátt í fegurðarsamkeppnum, Hoarding: Buried Alive fjallar um fólk sem hamstrar svo miklu drasli að það er ólíft heima hjá þeim og svo er það 1000-lb Sisters sem fjallar um tvær systur í mikilli ofþyngd.

Systurnar Amy og Tammy Slaton eru frá Suðurríkjum Bandaríkjunum. Þær voru samtals 1000 pund, eða 450 kíló, þegar fyrsti þátturinn fór í loftið þann 1. janúar 2020.

Hér að neðan má sjá brot í fyrsta þætti, þegar þær fara og vigta sig í fyrsta skipti.

Í fyrstu þáttaröðinni var fylgst með systrunum reyna að léttast svo þær gætu gengist undir megrunaraðgerð. Aðeins Amy tókst að léttast nógu mikið sem orsakaði heiftarlegt rifrildi milli systranna í lokaþætti fyrstu þáttaraðar.

Í annarri þáttaröð hafði Amy misst um 50 kíló og varð ólétt gegn læknisráði. Sonur hennar, Gage, kom í heiminn með keisaraskurði í lokaþætti annarrar þáttaraðar sem fór í loftið 8. mars síðastliðinn.

En hvað er að frétta af systrunum í dag?

Systurnar.

Tammy Slaton

Á meðan Amy hefur haldið áfram að léttast þá hefur Tammy átt erfitt með að þyngjast ekki. Hún hefur einnig ekki átt sjö dagana sæla. Hún komst nýlega í fréttirnar fyrir að hafa logið um tannmissi og fyrir meinta árás gegn hjúkrunarfræðingi.

Tammy Slaton er þekkt fyrir skapgerð sína. Margir aðdáendur þáttanna hafa gagnrýnt hana fyrir að vera reiða og afbrýðissama út í systur sína. Hún hefur einnig verið dugleg að kenna öðrum um þyngdarauknngu sína.

Hvað varð um tennurnar?

Áhorfendur þáttanna þekkja sögu Tammy og vita að hún hefur alltaf verið óörugg varðandi framtennurnar sínar, en það vantar tvær þeirra. Hún hefur alla tíð sagt að hún hefði misst tennurnar þegar hún var barn og það hefur bara aldrei verið forgangsatriði að laga þær. En fyrir stuttu kom upp á yfirborðið tvær myndir af Tammy á unglingsaldri og allar tennur á sínum stað.

Það er óvíst hvernig Tammy raunverulega missti tennurnar en það hefur komið fram í þáttunum að Tammy burstar aðeins tennurnar tvisvar í viku.

Tammy Slaton.

Lamdi hjúkrunarfræðing

Tammy býr í þjónustuíbúð og hefur verið sökuð um að ráðast á hjúkrunarfræðing sem var þar starfandi, sem Soapdish greindi frá, ásamt því að hún hafi átt í sambandi við öryggisvörð þar.

Það var ákveðið að Tammy myndi flytja í þjónustuíbúðina eftir að hún borðaði 30 tilbúnar máltíðir á tveimur dögum. Amy hafði miklar áhyggjur af heilu systur sinnar og keypti 30 tilbúnar máltíðir fyrir hana í von um að það myndi stuðla að heilbrigðari matarvenjum og þyngdartapi.

Læknar sögðu Slaton fjölskyldunni að Tammy ætti í mesta lagi fimm ár eftir ólifuð vegna þyngdar sinnar. Í lok annarrar þáttaraðar viðurkenndi Tammy að hún þyrfti aðstoð og samþykkti að flytja.

Tammy fékk einnig COVID-19 í fyrra.

Tammy og Jerry.

Kærasti

Tammy hefur verið mjög virk á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega TikTok. Hún var í sambandi með karlmanni, Jerry Sykes, í annarri þáttaröð en þau hættu saman á meðan tökur stóðu yfir.

Tammy greindi nýlega frá því að hún væri komin í annað samband og aldrei verið jafn hamingjusöm. Hún hefur verið að deila myndböndum af sér á samfélagsmiðlum með karlmanni sem kallar sig „thebbwking“. Samkvæmt lýsingu hans á samfélagsmiðlum er hann aðeins hrifinn af konum sem eru yfir 150 kíló.

Tammy og nýi kærastinn.

Aðdáendur raunveruleikastjörnunnar hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi sambandið og að hann muni ekki hafa jákvæð áhrif á Tammy og þyngdartapsvegferð hennar, þar sem hann virðist aðeins vera hrifinn af konum sem eru að þyngjast.

Amy Slaton

Það er ekki jafn mikið í gangi hjá Amy og systur hennar. Hún er að venjast nýju lífi sínu sem móðir. Í samtali við People sagðist Amy ekki fá jafn mikið af ljótum og hatursfullum athugasemdum eftir að hún eignaðist son sinn.

Systurnar saman.

Þriðja þáttaröð

Þriðja þáttaröðin af 1000-lb Sisters verður framleidd en það er ekki komið á hreint hvenær hún fer í loftið.

Heimild: FilmDaily

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“