fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Var sagt að ástfangin kona væri á bak við dyrnar – Missti andlitið þegar hann sá hver gekk inn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 23. maí 2021 17:03

Callum og Maddie. Mynd/ITV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stefnumótaþættinum Secret Crush á ITV2 opinbera þátttakendur ást sína til einhvers sem hefur ekki hugmynd um tilfinningar þeirra.

Ung kona að nafni Maddie kemur fram í nýjum þætti. Hún er hrifin af stjúpbróður sínum, Callum.

Hún viðurkennir að hún hafi orðið fyrst skotin í honum þegar foreldrar þeirra voru saman. Þau voru níu ára gömul þegar þau kynntust og segir Maddie að þau hefðu tengst sterkum böndum og notið félagsskapar hvort annars.

Foreldrar þeirra hættu saman og fóru fjölskyldurnar hvor í sína áttina. En Maddie og Callum héldu sambandi í gegnum samfélagsmiðla.

Kominn tími til

Maddie taldi það vera kominn tími til að segja stjúpbróður sínum hvernig henni líður. „Ég er hérna til að segja bróður mínum að ég sé skotin í honum. Bara til að hafa það á hreinu þá erum við ekki skyld. Mamma mín og pabbi hans voru saman fyrir mörgum árum,“ sagði hún.

Framleiðendur þáttarins höfðu samband við Callum og fengu hann til að koma fram í þættinum. Eina sem Callum vissi var að einhver sem væri hrifin af honum væri á bak við hurðina og vildi opinbera tilfinningar sínar. Hann vissi ekki hver það væri. Hann var vægast sagt hissa þegar hann sá fyrrverandi stjúpsystur sína ganga inn í herbergið.

„Ég trúi því ekki að þetta sért þú! Það er klikkað. Þú ert síðasta manneskjan sem ég bjóst við,“ sagði hann.

Augnablikið var frekar vandræðalegt en Maddie lét það ekki stoppa sig og sagði honum hvernig henni líður gagnvart honum.

Maddie og Callum ræddu um hvaða hugsanlegu afleiðingar samband þeirra gæti haft og hvort það væri löglegt eða ekki. Maddie benti á að þau væru ekki að brjóta nein lög með því að vera saman. Þau ræddu einnig um viðbrögð foreldra sinna og sagðist Callum vera ansi smeykur að segja föður sínum frá því að þau ætluðu á annað stefnumót.

„En veistu hvað, mér er alveg saman. Þetta snýst ekki um hann, þetta snýst um okkur,“ sagði hann.

Callum var mjög hissa yfir þessu öllu saman og átti enn erfitt með að trúa þessu. „Það er klikkað að hugsa til þess að eftir öll þessi ár þá hefur hún verið að hugsa um mig. Það eitt og sér er mikið hrós,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian höfð að háði og spotti

Kim Kardashian höfð að háði og spotti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi