fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fókus

Var að lesa dagblaðið þegar hún sá kunnuglegt nafn – Þar með lauk 10 ára hjónabandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 21. maí 2021 18:00

Mynd/Skjáskot TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona segir frá því hvernig hún komst að því að eiginmaður hennar væri að halda framhjá henni. Ekki nóg með það þá komst hún einnig að því að hann hefði feðrað tvö börn með hjákonunni. Hún komst að þessu öllu með því að lesa dagblaðið og þar með lauk hjónabandi hennar til tíu ára.

Kona að nafni Ami Addison deildi sögu sinni upphaflega á TikTok. Hún var að lesa fæðingartilkynningarnar í blaðinu þegar hún kannaðist við eitt nafnið.

„Á þessum tíma birti dagblaðið fæðingartilkynningar,“ segir hún. Í hverri tilkynningu kom fram nöfn foreldranna, kyn barnsins og hvar barnið fæddist. Hún sá nafn eiginmanns síns í einni tilkynningunni og segist hafa vitað strax um að þetta væri eiginmaður hennar þar sem hann heitir mjög óvenjulegu nafni.

Ami fór á stúfana og skoðaði vefsíðu sjúkrahússins sem deildi myndum af nýburum. Hún skrifaði nafn parsins í tilkynningunni og viti menn, þau höfðu eignast dreng nokkrum dögum áður.

Hún segir að á þessum tímapunkti hefði hún ekki aðeins áttað sig á því að eiginmaður hennar væri að halda framhjá henni, heldur hefði hann feðrað barn með konunni. Hún komst seinna að þetta væri ekki fyrsta barn þeirra saman.

„Þau eignuðust dóttur um einu og hálfu ári fyrr. Þannig já, þannig komst ég að því að hann væri að halda framhjá mér,“ segir hún.

@aaddison01##stitch with @mamatoria28 ##cheatinghusband ##cheaters ##divorce♬ original sound – Ami Addison

Beint á hótel og föt í ruslapoka

Ami segir frá hvað hefði tekið við eftir uppgötvunina. Hún viðurkennir að hún var í gríðarlegu uppnámi. Þennan dag sagðist eiginmaðurinn þurfa að vinna frameftir en hana grunaði að hann væri að eyða tíma með hinni fjölskyldu sinni.

Á meðan hann var í burtu pakkaði hún ofan í tösku fyrir sig og börnin þeirra fjögur, náði í þau í skólann og bókaði hótel fyrir nóttina. Hún setti öll föt eiginmannsins í svarta ruslapoka og skutlaði þeim heim til hjákonunnar.

@aaddison01Reply to @jackieosaurus ##cheatinghusband ##divorce♬ original sound – Ami Addison

Netverjar voru í áfalli yfir sögu Ami og margir áttu erfitt með að skilja hvernig eiginmaðurinn hefði komist upp með þetta svona lengi.

„Eftir á að hyggja þá voru fullt af viðvörunarmerkjum en mig grunaði þetta samt í alvöru ekki,“ segir hún þá.

Ami hefur birt samtals 21 myndbönd á TikTok um málið og svarað spurningum netverja. Hér getur þú skoðað TikTok-síðu hennar. Hér segir hún til að mynda frá fyrsta samtalinu þeirra eftir uppgötvunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Í gær

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix