fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ný mynd eftir Andra Snæ og Anní frumsýnd á Stockfish

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 15. maí 2021 15:30

Andri Snær og Anní. Mynd/Stockfishfestival.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær kvikmyndir verða frumsýndar á Stockfish kvikmyndahátíðinni sem fer fram dagana 20.-30. maí í Bíó Paradís.

Annars vegar er það myndin Apausalypse eða Tídægra sem er önnur mynd hins teymisins Andra Snæs Magnasonar og Anníar Ólafsdóttur. Þau gerðu áður saman myndina Þriðji póllinn sem er tilnefnd til fimm Edduverðlauna.

Líf á tímum heimsfaraldurs

„Þau tóku viðtöl við guðfræðinga, heimspekinga og listamenn og spurðu: Hvað er í loftinu? Hvaða þýðingu hefur heims pásan í samhengi við andlega heilsu og stærstu vá samtímans, loftslagsbreytingar af mannavöldum. Útkoman er stórskemmtileg samtíma heimildarmynd og sjónarspil sem túlkar skrýtnar, erfiðar og jafnvel bjartar hliðar á því hvernig er að lifa og starfa á tímum heimsfaraldurs,“ segir í kynningu á myndinni.

Hin myndin sem er frumsýnd á hátíðinni er slavnesk/íslenska myndin Little Kingdom og er þar raunar um heimsfrumsýningu í kvikmyndahúsum að ræða. Tónlist í myndinni er samin af Valgeiri Sigurðssyni tónskáldi. Hér má sjá sýnishorn úr myndinni.

„Little Kingdom er rómantískt búningadrama þar sem sögusviðið er Slóvakía árið 1944 í seinni
heimsstyrjöldinni. Ung stúlka að nafni Eva vinnur í verksmiðju sem er í eigu hrokafuls, velefnaðs manns að nafni Bar. Hennar áætlun er að láta lítið fyrir sér fara og lifa af þar til
eiginmaður hennar mun snúa aftur úr stríðinu. En daginn sem eiginmaður hennar snýr aftur er
allt breytt.“

Lapplandsveistri opnar hátíðina

Opnunarmynd Stockfish í ár verður The Last Ones eftir Veiko Öunpu sem hefur verið lýst sem Lapplandsvestra. Myndin var framlag Eistlands til Óskarsverðlaunanna í ár.

„Sagan fylgir hreindýrasmölum og námumönnum í litlum bæ í Lapplandi, sem berjast milli eigin framtíðardrauma og veruleikann sem þau búa við. Leikstýrð af Veiko Õunpuu, en fyrri myndir hans skoða einnig undarleika og þyngsl tilfinninga, drauma og langana,“ segir í kynningu á myndinni.

Úr The Last Ones. Mynd/Stockfishfestival.is

Meðal annarra áhugaverðra mynda á Stockfish í ár er Promising Young Woman sem fékk á dögunum Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda handrit. Hér er sýnishorn úr henni.

Stockfish kvikmyndahátíðin leggur áherslu á að tefla fram metnaðarfullri dagskrá fyrir hátíðargesti og eru til að myna einungis sýndar í kring um 20 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir á hátíðinni. Þar fyrir utan eru sérvaldar sýningar á myndum sem Stockfish frumsýnir. Í ár verður Stockfish með Nordisk Panorama Focus þar sem gestum gefst kostur á að sjá verðlaunamyndir frá Nordisk Panorama 2020.

Allar nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefsíðunni Stockfishfestival.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki