fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
Fókus

Ástin og Bennifer – Sameinuð tuttugu árum eftir fyrstu kynnin

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. maí 2021 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bárust stórfréttir frá Hollywood nýlegar þegar slúðurpressan þar greindi frá því að leikarinn Ben Affleck og söngkonan Jennifer Lopez væru að stinga saman nefjum, en þau voru um nokkurt skeið fyrir langalangalöngu heitasta parið á svæðinu áður en þau héldu í sitt hvora áttina og Ben endaði giftur allt annari Jennifer – Jennifer Garner.

Fyrstu kynnin

Ben og Jen kynntust fyrst arið 2001 þegar þau léku saman í kvikmyndinni óvinsælu Gigli. Myndin þótti hræðileg, nægilega hræðileg til að landa sjö Razzie verðlaunum, en þau verðlaun eru andstæðan við Óskarsverðlaunin og verðlauna það versta í kvikmyndagerð.

Jennifer Lopez var á þessum tíma nýbúin að giftast leikaranum og dansaranum Cris Judd, en áður hafði hún verið gift þjóninum Ojani Noa og verið í frægu sambandi við rapparann Sean Comps (P. Diddy).

Laus og liðug

Hjónaband Jen og Cris var þó ekki langlíft og árið 2003 voru þau skilin. Eftir að Jen ákvað að skilja við Cris var samband hennar við Ben opinberað. „Við reyndum ekki sérstaklega að eiga í opinberu sambandi. Við bara fyrir tilviljun vorum saman þegar slúðurtímaritin voru að verað til og þetta var bara svona: Guð minn góður! Þetta var frekar mikil pressa,“ sagði Jennifer í samtali við People árið 2016.

Ben brá fyrir í tónlistarmyndbandinu við eitt vinsælasta lag Jen, Jenny from the Block sem kom út árið 2002. Í myndbandinu var undir rós vísað til þess hversu mikið slúðurtímaritin hefðu fengið samband þeirra á heilann. „Ég elska Ben, hann er frábær, en það var erfitt fyrir okkur bæði að sitja undir þessu öllu í tvö ár samfellt,“ sagði Jen í samtali við Graham Norton árið 2010. „Við vorum á forsíðunni á öllum blöðunum, í hverri viku, þetta var bara undarlegt…. Sambandið okkar leið fyrir þetta. Það var ekki eina ástæðan en ég held að á endanum hafi það átt stóran þátt í því hvernig fór.“

Hringur á fingur 

Í nóvember 2002 greindi Jen frá því, rjóð af hamingju, í viðtali við Diane Sawyer að parið hefði ákveðið að ganga í hjónaband. „Þetta er það dásamlegasta sem ég hef sé,“ sagði hún um hringinn sem var 6,1 karata bleikur demantur. Hringurinn kostaði fleiri fleiri milljónir.

2003 léku þau aftur saman í mynd, í þetta sinn Jersey Girl sem aftur olli vonbrigðum í aðsókn. Leikstjórinn Kevin Smith hefur þó eignað sér það að við framleiðslu myndarinnar hafi hann byrjað að kalla parið með paranafninu Bennifer sem hefur rækilega fest sig í minnum manna síðan.

Babb í bát 

Í september 2003, tveimur dögum áður en þau ætluðu að gifta sig, gaf Bennifer út yfirlýsingu um að hjónavígslunni væri frestað.

„Vegna yfirþyrmandi fjölmiðlaáhuga á brúðkaupi okkar höfum við ákveðið að fresta því. Við vorum farin að velta því fyrir okkur í fullri alvöru að ráða þrjár mismunandi gervi-brúðir og senda á þrjá mismunandi staði, en þá gerðum við okkur grein fyrir því að það væri eitthvað mikið að. Okkur fannst að stemmingin í kringum það sem ætti að vera hamingjusamasti dagur lífs okkar væri ekki rétt. Okkur fannst að þetta sem átti að vera gleðidagur og heilagur dagur yrði eyðilagður fyrir okkur, fjölskyldu okkar og vinum.“

Skellt í lás 

Enn verri tíðindi bárust í janúar 2004 þegar Bennifer sleit trúlofuninni. Jen staðfesti þetta í gegnum talskonu sína. „Ég staðfesti hér með að Jennifer Lopez hefur slitið trúlofuninni við Ben Affleck. Á þessum erfiða tíma óskum við eftir því að einkalíf hennar verði virt“

Áfram gakk 

Ríka og fræga fólkið er aldrei lengi að hoppa aftur á hestinn eftir rómantískan brotsjó. Í júní 2004 gekk Jennifer að eiga latneska tónlistarmanninn Marc Anthony, en það hjónaband átti eftir að verða eitt það langlífasta samband sem Jen hefur átt í. Árið 2008 eignuðust þau saman tvíburana Emme og Max en árið 2014 ákváðu þau að halda hvort í sína áttina.

„Ben og ég hættum saman á tímabili þar sem ég hélt að við værum að fara að skuldbinda okkur til lífstíðar, þetta var fyrsta alvöru ástarsorgin mín, mér leið eins og hjartað mitt hefði verið rifið út úr brjóstinu mínu,“ skrifaði Jen í bók sinni True Love sem kom út 2014.

„Ég leitaði huggunar í fangi annars, reyndi að finna einhvern sem gæti látið mér finnast ég elskuð og þráð á mínum einmannalegasta tíma. Marc kom aftur inn í líf mitt þremur dögum eftir að ég átti að vera að ganga upp að altarinu og segja Já við annan mann.“

Jen bætti við að hún hafi gert sér grein fyrir því að hún hafi flýtt sér í hjónaband við Marc til að gleyma Ben. „Þegar ég hugsa til baka þá vissi ég líklega innst inni að þetta væri bara plástur á sárið, að sárið mitt hefði ekki verið saumað saman og væri ekki gróið. En ég ýtti því öllu frá mér. Því lífið færir manni óvænta snúninga er það ekki? Þú gerir bara það sem þér líður best með á hverri stundu.“

Fljótlega eftir að Jen og Marc skildu byrjaði hún með dansaranum Casper Smart og áttu þau eftir að vera í sundur og saman sambandi allt til ársins 2016.  Síðan átti hún í skammvinnu sambandi við tónlistarmanninn Drake áður en hún byrjaði með Alex Rodriguez (A Rod), fyrrverandi hafnarboltastjörnu fyrir Yankees og þau trúlofuðu sig árið árið 2019.

Bennifer 2.0 

Ben var líka fljótur að róa á ný mið. Árið 2005 gekk hann að eiga leikkonuna Jennifer Garner og áttu þau eftir að eignast þrjú börn saman, VioletSeraphina og Samuel. Þau skildu þó árið 2018. Síðan þá hefur hann átt í nokkrum skammvinnum samböndum meðal annars við framleiðandann Lindsay Shookus og leikkonuna Ana de Armas.

Bennifer 3.0

Þann 15. apríl var tilkynnt að Alex og Jen hefðu slitið trúlofun sinni. Á svipuðum tíma hafði Ben Afflec slitið sambandi við Önu de Armas. Þann 30. apríl sást til Ben að heimsækja Jen og eftir það fór ítrekað að sjást til þeirra saman.

Núna í maí skelltu þau sér saman í vikulangt frí til Montana og þykir það merki um að upprunalega Bennifer sé aftur orðið að raunveruleika eða Bennifer 3.0.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndband og nýtt lag Guggu Lísu sem tileinkað er baráttu móður hennar við krabbamein

Sjáðu myndband og nýtt lag Guggu Lísu sem tileinkað er baráttu móður hennar við krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona verður starfsfólk PLAY klætt – Fatalínan afhjúpuð – Sjáðu myndirnar

Svona verður starfsfólk PLAY klætt – Fatalínan afhjúpuð – Sjáðu myndirnar