fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
Fókus

Nektarmyndin hafði óvæntar afleiðingar

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 10:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Nicki Minaj birti á dögunum nektarmynd á samfélagsmiðlana sína, bæði á Instagram og á Twitter. Á myndinni er Nicki nakin og heldur á tveimur púðum til að hylja sig. Með myndinni skrifar hún „F Ö S T U D A G U R“ og bætir við tjákni (e. emoji) af lygaramerki. Mega aðdáendur hennar því búast við því að hún sé að gefa eitthvað út á föstudaginn.

Nektarmyndin sem Nicki birti hafði þó óvæntar afleiðingar. Þannig er nefnilega mál með vexti að rapparinn klæðist skóm frá Crocs á myndinni en eftir að myndin var birt hafa sölutölur skófyrirtækisins rokið upp um 4.900 prósentustig. Samkvæmt Page Six hrundi sölusíða Crocs eftir að Nicki birti myndina.

Það er ekki vitað hvort Nicki sé í samstarfi með fyrirtækinu eða þá hvort hún sé að gera skó með þeim. Það gæti þó vel verið þar sem nokkrir tónlistarmenn hafa einmitt gert það að undanförnu. Má þar nefna tónlistarstjörnurnar Justin Bieber, Post Malone og J Balvin.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Barbie (@nickiminaj)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona komst hún að framhjáhaldi eiginmannsins – „Þessi gella kom til dyra og ég var alveg: „Hvað í andskotanum?““

Svona komst hún að framhjáhaldi eiginmannsins – „Þessi gella kom til dyra og ég var alveg: „Hvað í andskotanum?““
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýnir hvernig það er að búa á Suðurpólnum

Sýnir hvernig það er að búa á Suðurpólnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keyptu kirkju í niðurníðslu og breyttu í heimili – Sjáðu myndirnar

Keyptu kirkju í niðurníðslu og breyttu í heimili – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagur B. sigraðist á gigtinni um helgina og kleif Hvannadalshnúk – „Ég get jafnframt staðfest að það er kalt á toppnum“

Dagur B. sigraðist á gigtinni um helgina og kleif Hvannadalshnúk – „Ég get jafnframt staðfest að það er kalt á toppnum“