fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Seth Rogen nær óþekkjanlegur án skeggsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seth Rogen lét skeggið fjúka fyrir nýtt sjónvarpshlutverk og er nær óþekkjanlegur. Hann deildi tveimur myndum á Instagram til að sýna nýja útlitið.

Seth fer með hlutverk í nýjum þáttum, Pam & Tommy, á streymisveitunni Hulu. Þættirnir fjalla um Baywatch-stjörnuna Pamelu Anderson og fyrrverandi eiginmann hennar Mötley Crue-trommarann Tommy Lee, og atburðarrásina sem átti sér stað eftir að kynlífsmyndbandi af þeim var lekið.

Seth Rogen. Mynd/Instagram

Seth leikur Rand Gauthier, manninn sem stal myndbandinu.

Hann deildi myndum af sér og meðleikurum sínum í karakter á Instagram. Það tók aðdáendur smá tíma að átta sig á að þetta væri Seth Rogen á myndunum, en hann er nær óþekkjanlegur án skeggsins.

Seth Rogen. Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi