fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 14:30

Reynir Bergmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann segist ekki vera að biðja um vorkunn og að þeir sem þekkja hann vita að hann hatar ekki konur. Hann mætti í viðtal í Harmageddon á X977 í morgun til að tjá sig um umdeild ummæli sem hann lét falla um Sölva málið í síðustu viku.

Reynir Bergmann er vinsæll áhrifavaldur með um 17 þúsund fylgjendur á Instagram og stóran áhorfendahóp á Snapchat. Hann er einnig andlit og annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar sem er með útibú í Reykjavík og á Selfossi. Hinn eigandinn er kærasta hans og barnsmóðir, Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir. Hún gaf út yfirlýsingu í gær sem má lesa hér.

Sjá einnig: Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Í lok síðustu viku sagðist Reynir vera „Team Sölvi“ og lét þau ummæli falla að „vændiskonur og mellur“ ættu að „fokka sér“ í tengslum við mál Sölva Tryggvasonar. Hann dró ummæli sín seinna til baka og baðst afsökunar.

Sjá einnig: Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið

Reynir ræddi við Frosta Logason og Mána Pétursson, þáttastjórnendur Harmageddon, um málið og viðurkenndi að hann hefur ekki horft á viðtalið við Sölva. Hann sagðist jafnframt ekki „lesa kommentakerfi“ eða fjölmiðla og því vitað lítið um málið. Hann segist hafa birt myndbandið í Story á Instagram „í hvatvísi“ og tekið það út nokkrum mínútum seinna. En það kom ekki í veg fyrir að myndbandið færi á dreifingu um samfélagsmiðla.

Starfsfólkið hefur fengið skilaboð

Eins og fyrr segir gaf Sólveig Ýr út yfirlýsingu í gær og sagði hún að fólk væri að ljúga upp á Vefjuna vegna ummæla Reynis. Reynir tekur undir sama streng í viðtalinu í Harmageddon og segir að starfsfólki Vefjunnar hafi borist skilaboð um hvernig það getur unnið „hjá þessu ógeði.“

„Ég á einn vinsælasta skyndibitastað á Íslandi, ógeðslega vinsæll,“ segir Reynir og bætir við að fólk sé að gefa staðnum neikvæða gagnrýni á netinu vegna málsins.

Máni spyr hvort að „maður verður þess vegna ekki að passa sig, Reynir, og sýna mikla iðrun?“

„Jú ég geri það líka, mér finnst þetta svo leiðinlegt. Vá. En ég lærði af þessu. Ég ætla ekki að tala meira um málefni á samfélagsmiðlum,“ svarar Reynir.

Frosti segir „að því miður hversu einlæg iðrun kemur fram“ þá mun Reynir aldrei „hreinsa þetta alveg af þér.“

„Ég er heldur ekkert að biðja um einhverja vorkunn skilurðu. Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing. Ég er bara að segja að mér fannst þetta ógeðslega vont og mér þykir ógeðslega fyrir þessu,“ segir hann.

Lítur illa út fyrir Sölva

Reynir tjáir sig stuttlega um mál Sölva. „Mér finnst þetta byrjað að líta mjög illa út fyrir karlgreyið, án þess að ég sé að fara að tala um þetta hér. Mér finnst þetta ógeðslegt,“ segir hann.

„En er ekki einelti, ég sagði eitthvað vitlaust, er ekki ofbeldi að ráðast á mig, fyrirtækið mitt, barnið mitt, pabbi þinn er nauðgari, pabbi þinn er viðbjóður, pabbi þinn hatar þig því hann hatar konur. Má allt?“

Reynir segist hafa fengið spurningar um af hverju hann hati íþróttakonuna og áhrifavaldinn Eddu Falak. „Ég hata þessa píu ekki neitt. Hún kom oft að borða á Vefjunni, yndisleg stelpa, mjög fín sko. Hún startaði þessu bara; förum aldrei aftur á Vefjuna.“

Aðspurður hvort að málið hafi haft áhrif á Vefjuna svarar Reynir neitandi. Hann segir að hagnaðurinn hafi verið fimm þúsund krónum lægri í gær en fyrir ári síðan og um helgina hafi hann verið hærri en fyrir ári síðan. „Þetta er ekki að hafa nein áhrif,“ segir hann.

Á leið til sálfræðings

Frosti segir að þetta hefðu verið hvatvísismistök hjá Reyni en þá bendir Máni á að þetta séu ekki fyrstu mistökin hans þar sem sé hægt að tengja við hvatvísi. Til að mynda var hann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um femínista í nóvember í fyrra.

Reynir segist þá vera að byrja hjá sálfræðing á þriðjudaginn og ætlar í ADHD-greiningu. Hann segir að hann hefur fengið að heyra það í tuttugu ár að hann ætti að fara í greiningu og fá lyf. Nú ætlar hann að láta verða að því.

„Ég ætlaði að fara að gera einhvern svaðalegan afsláttarkóða og bara greyið konur, ætlaði að fara að koma með þetta. Svo sagði ég: nú hættirðu og bakkar. Ég ætlaði að fara að draga þetta til baka sjálfur en það hefði örugglega ekki endað vel,“ segir hann.

Hlustaðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021