fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Jennifer Lopez og Ben Affleck fara saman í vikulangt frí – 17 árum eftir að þau hættu saman

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 08:32

Ben Affleck og Jennifer Lopez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skildu leiðir hjá söng- og leikkonunni Jennifer Lopez og hafnaboltarkappanum Alex Rodriguez. Þau byrjuðu saman í febrúar 2017 og trúlofuðu sig í mars 2019.

Jennifer, eða J. Lo eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið gift þrisvar sinnum, þeim Ojani Noa, Chris Judd og Marc Anthony. Hún á tvíburana Max og Emme, 13 ára, með Marc. Jennifer var einnig trúlofuð Ben Affleck. Þau byrjuðu saman árið 2002 og í nóvember sama ár fór leikarinn á skeljarnar. Þau ætluðu að giftast 14. September 2003 en fjórum dögum áður hætti Ben við. Hann sagði ástæðuna vera „óhóflega fjölmiðla athygli.“ Nokkrum mánuðum síðar hætti parið saman.

Sjá einnig: Jennifer Lopez hefur verið trúlofuð fimm sinnum: Sjáðu alla demantshringana

Það eru sautján ár liðin og virðast stjörnurnar vera að stinga saman nefjum á ný samkvæmt heimildum E! News, þau eru allavega ekki lengur bara gamlir vinir.

Jennifer og Ben fóru saman í vikulangt frí til Yellowstone Club í Montana. „Þau voru ein, bara þau tvö,“ segir heimildarmaður E! News.

Daily Mail birti myndir af parinu keyra saman til Montana sem má skoða hér.

Ben Affleck og Jennifer Lopez fyrir sautján árum síðan.

Það er um mánuður síðan Jennifer og Alex Rodriguez staðfestu sambandsslitin.

„[Jennifer og Ben] hafa verið í bandi af og til í gegnum árin,“ segir annar heimildarmaður, tengdur Jennifer, við E! News.

„Ben hafði samband við hana til að athuga hvernig hún hefði það [eftir sambandsslitin] og þau borðuðu saman kvöldmat nokkrum sinnum síðastliðinn mánuð. Þetta er náttúrulegt fyrir þau og hrifningin óneitanleg. Þau tóku þráðinn upp þar sem frá var horfið og eru að njóta félagsskapar hvors annars.“

Sjá einnig: Sjáðu hvernig Ben Affleck brást við höfnun á stefnumótasíðu fræga og fallega fólksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum

Ólétt Kylie Jenner svarar 73 spurningum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“

Marín lýsir síðasta degi í lífi föður hennar – „Hann kom heim, sagðist ætla að leggja sig […] svo var hann bara farinn“