fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Nafnlaust kynlíf á flugvallarklósetti markaði upphaf stjörnusambandsins

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. maí 2021 20:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær héldu margir mæðradaginn hátíðlegan út um allan heim. Einn þeirra sem fagnaði deginum er stórleikarinn Ryan Reynolds en hann óskaði eiginkonu sinni Blake Lively til hamingju með daginn. Það hefur vakið athygli netverja að í færslunni sem Ryan birti á Instagram-síðu sinni í gær segir hann frá því sem markaði upphaf sambands þeirra, nafnlaust kynlíf á klósetti flugvallar.

„Það er ekki hægt að segja þetta nógu oft… þú ert hjartað og sálin í öllum þeim augnablikum sem við deilum sem fjölskylda. Ég er þakklátur fyrir ljósið og hlýleikann sem þú smyglar inn í hverja eina og einustu sekúndu í lífinu okkar,“ segir Ryan Reynolds í færslunni sem sjá má hér neðst í fréttinni.

Ryan segir svo að Blake sé hugrökk og sterk móðir, rétt áður en hann segir frá kynlífinu á flugvellinum. „Mig hefði aldrei grunað að nafnlaust kynlíf á flugvallarklósetti gæti orðið að þessu,“ segir hann en þessi setning vakti athygli margra netverja. Þau hjónin eru hins vegar þekkt fyrir mikinn húmor í garð hvors annars á  samfélagsmiðlum og er þetta eflaust dæmi um slíkt grín.

„Ég er heppinn að fá að endurspegla broti af sólarljósinu sem skín frá þér á okkur öll. Til hamingju með mæðradaginn ástin mín,“ segir Ryan svo að lokum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ryan Reynolds (@vancityreynolds)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skrifstofufólki brá heldur betur í brún þegar það horfði út um gluggann – Sjáðu myndbandið

Skrifstofufólki brá heldur betur í brún þegar það horfði út um gluggann – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hryllingshús stjörnunnar selt á 220 miljónir – Kynlífssértrúarsöfnuður starfræktur innan veggja þess

Hryllingshús stjörnunnar selt á 220 miljónir – Kynlífssértrúarsöfnuður starfræktur innan veggja þess
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bindisfrágangur Ólafs setur Twitter á hliðina: „Löglegt en siðlaust“

Bindisfrágangur Ólafs setur Twitter á hliðina: „Löglegt en siðlaust“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner afhjúpar af hverju Travis Scott kom ekki fram í þáttunum

Kylie Jenner afhjúpar af hverju Travis Scott kom ekki fram í þáttunum