fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. maí 2021 21:30

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Doria Gani sigraðist á leghálskrabbameini fyrir 12 árum síðan og byrjaði í kjölfarið að stunda jóga. Doria hefur því stundað jóga í mörg ár en í dag gerir hún það iðulega nakin. 

Doria, sem er 44 ára gömul, fann fyrst fyrir því hvað henni fannst gott að stunda jóga nakin þegar hún var stödd á Burning Man hátíðinni í Nevada í Bandaríkjunum árið 2015. Þar fékk hún mann til að taka myndir af sér á meðan hún stundaði jóga nakin og henni fannst það æðislegt.

Í dag er Doria 44 ára gömul og hjálpar fólki að líða vel í eigin skinni með því að stunda jóga nakin. Hún segir að henni hafi ekki alltaf liðið vel með líkamann sinn. „Ég eyddi miklum tíma í að berjast við djöflana mína,“ segir hún í samtali við The Sun og á þar við átraskanir sem hún barðist við.

Þegar Doria kom aftur til London eftir Burning Man hátíðina langaði hana að breiða út boðskapinn, kenna öðrum að stunda nektarjóga. „Ég raðaði öllum í hálfan hring svo þau horfðu öll á mig en ekki á hvort annað. Ég sagði þeim að það væri bannað að stara og dæma. Ef ég þurfti að leiðrétta stellingar þá talaði ég við fólkið í stað þess að snerta það svo þeim myndi ekki líða óþæginlega.“

„Hvað ef ég fæ standpínu?“

Doria segir að sumt fólk sé mjög feimið þegar það mætir fyrst í tíma til hennar. „Nektin getur gert fólk hrætt en þegar það kemst yfir hræðsluna þá er hún svo valdeflandi,“ segir hún og talar svo um algengustu spurninguna sem hún fær frá karlmönnum sem mæta til hennar.

„Hvað ef ég fæ standpínu?“ er algengasta spurningin en Doria segir standpínur ekki vera neitt vandamál. „Það kemur fyrir að þær komi en þær fara um leið og þeir byrja að hreyfa sig.“

„Nektarjóga hefur hjálpað henni mikið“

Doria segir að tímarnir hennar hafi hjálpað mörgum. „Oft koma nemendur til mín og eru þá hljóðlátir og stressaðir. Þegar þeir fara eru allir spjallandi og brosandi,“ segir hún.

„Ég fæ líka oft fólk grátandi til mín. Ein af konunum sem kom til mín sagði mér að henni hafði verið nauðgað og í kjölfarið hafi hún glímt við mikið þunglyndi. Henni fannst tímarnir mínir vera mjög hjálplegir og hafði á orði að henni hafi fundist hún vera örugg þarna, nakin með öðrum körlum og konum. Nektarjóga hefur hjálpað henni mikið og hún segir að það hafi líka hjálpað henni að líða vel í eigin skinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skrifstofufólki brá heldur betur í brún þegar það horfði út um gluggann – Sjáðu myndbandið

Skrifstofufólki brá heldur betur í brún þegar það horfði út um gluggann – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hryllingshús stjörnunnar selt á 220 miljónir – Kynlífssértrúarsöfnuður starfræktur innan veggja þess

Hryllingshús stjörnunnar selt á 220 miljónir – Kynlífssértrúarsöfnuður starfræktur innan veggja þess
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum