fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Sandalasokkarnir hans Brynjars Níelssonar úthrópaðir

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 19:00

mynd/Facebook Gústaf Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hvíta sokka og sandala hafa margar greinar verið skrifaðar í gegnum árin og virðast tískuséní landsins, og heimsins alls, sammælast um að algilt og algjört bann skuli gilda við slíku.

Í greiningu tímaritsins Glamour frá því í febrúar var því þó haldið fram að sokkar og sandalar gæti verið á innleið. Hvort greining Glamours hafi svo stimplað sig inn í almannavitund, er ekki vitað.

Það ætti því ekki að koma á óvart að uppreisnarmaðurinn og mótþróaseggurinn, eins og hann hefur sjálfur lýst sér, Brynjar Níelsson taki sig til og flaggi þeim í heimsókn sinni til bróður síns Gústafs Níelssonar á Spáni um þessar mundir. Neðangreinda mynd birti Gústaf af bræðrum sínum á Facebook í lok mars.

Vísir greindi frá ferð Brynjars í morgun og vakti vera hans erlendis á Covid tímum talsverða hneykslan meðal sumra. Enn aðrir sáu meiri glæp í klæðavali Brynjars en í ferðalaginu. „Hérna á Ítalíu eru menn sem eru í hvítum sokkum í töflum eða sandölum taldir tilheyra einhverjum fornaldar afbrigðum og fólk krossar sig ef það mætir einum slíkum,“ skrifar einn undir frétt Vísis.

mynd/Facebook Gústaf Níelsson

Þórólfur Guðnason ítrekaði orð sín í gær þar sem hann varaði sérstaklega við ónauðsynlegum ferðalögum til áhættusvæða, sem eru öll lönd í heimi nema Grænland. Vísir hafði eftir Brynjari að það væri ekki alltaf ljóst hvað væri nauðsynjalaust og hvað ekki. „Við getum sagt að það var ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt að ég færi í þessa ferð. En það var mikilvægt fyrir bræður mína að ég færi í þessa ferð á meðan ekki væri meiri hætta en þetta. Og ég fer í sóttkví þegar ég kem, þá sé ég ekkert að þessu,“ sagði hann jafnframt við Vísi.

Ekki náðist í Brynjar Níelsson við vinnslu fréttarinnar, en hann er, samkvæmt frétt Vísis, á heimleið í dag. Eina vélin frá Spáni á áætlun Keflavíkurflugvallar er flug Icelandair frá Alicante sem lendir klukkan 18:44 og má ætla að við taki þá fimm daga sóttkví Brynjars. Hvort henni verði varið í sokkum eða án, er ekki vitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana