fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

Sjáðu myndbandið: Tveggja ára barn vildi ekki hafa grímu og öllum hent úr vélinni

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 12:46

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bandaríkjunum var í vikunni fjögurra manna fjölskyldu vikið úr flugvél vegna þess að tveggja ára dóttir þeirra tók alltaf af sér grímuna þegar hún var sett á hana. Móðirin var komin sjö mánuði á leið og voru þau einnig með einhverfan son sinn með sér.

Í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan kemur flugfreyja og biður þau um að yfirgefa flugvélina vegna grímuerfiðleika dótturinnar, þrátt fyrir að í reglum flugfélagsins sé tekið fram að börn undir fimm ára að aldri þurfi ekki að vera með grímu á meðan flugi stendur yfir.

Aðrir farþegar virðast vera með fjölskyldunni í liði og enginn kvartar yfir því að barnið sé ekki með grímu. Í myndbandinu segir fjölskyldan að aðeins einn aðili um borð í flugvélinni sé ósáttur og þess vegna sé verið að henda þeim úr vélinni.

Þegar þau neita að yfirgefa vélina þá tekur starfsfólkið til þess ráðs að hringja á lögregluna og reka alla farþega úr vélinni. Stuttu seinna er öllum hleypt aftur inn, þar á meðal fjölskyldunni en flugfreyjan er horfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mick Jagger og Dave Grohl tækla Covid með einstökum hætti

Mick Jagger og Dave Grohl tækla Covid með einstökum hætti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páskastjarnan með glænýtt lag um framtíðina – Sigga Kling í aðalhlutverki

Páskastjarnan með glænýtt lag um framtíðina – Sigga Kling í aðalhlutverki