fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

Sendi óvart kynlífsmyndband á móður sína

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 5. apríl 2021 14:11

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kara Tonin er ung kona sem hefur vakið gríðarlega athygli eftir að hún deildi ákaflega áhugaverðu myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Kara, sem er frá Kanada, varð nefnilega fyrir barði tækninnar á ansi óþæginlegan máta.

Kara eignaðist nýverið barn og ákvað að nota stillingu í símanum sínum sem gerir það að verkum að allar myndir sem hún tekur af syni sínum eru sjálfkrafa áframsendar á móður hennar. „Google Photos eru með þessa mögnuðu tækni sem greinir andlit fólks og flokkar myndir eftir andlitum og nöfnum. Þú getur svo látið forritið búa til möppu með myndum af ákveðinni manneskju og áframsent það sjálfkrafa á vini og fjölskyldu,“ segir Kara sem gerði það einmitt með myndir af syni sínum.

„Er tæknin ekki ótrúleg? Aðeins of ótrúleg ef þú spyrð mig,“ segir Kara svo í myndbandinu á TikTok þar sem hún útskýrði hvernig þetta fór allt saman úrskeiðis. „Fyrir smá tíma síðan ákvað ég að hrista aðeins upp á hlutina í sambandinu mínu. Svo ég gerði dónalegt myndband þar sem ég var að gera hluti sem ekki má ræða, óheilaga hluti. Google Photos sá pínkulitla mynd af syni mínum á ískápnum í bakgrunninum og hugsaði: Hey þetta er mynd af syni hennar, ég sendi myndbandið á mömmu hennar,“ segir Kara og biður móður sína afsökunnar.

Myndbandið hefur, eins og áður segir, vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum. Um tvær milljónir hafa séð það og þúsundir hafa skrifað athugasemdir. Þá hefur myndbandið vakið athygli fjölmiðla á meginlandinu eins og The Sun sem fjallaði einnig um málið.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

@karatonin##imtheaprilfool ##clown ##thisisnotaprank ##googlephotos ##facialrecognition ##fyp ##foryou ##wedorecover ##imsorrymom ##justdidabadthing ##iregretthethingidid♬ Spongebob – Dante9k

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“