fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Inda ákvað að vera klikkaða mamman svo enginn vildi dópa með syni hennar – „Ég ruddist inn í partý og sló hættulega menn“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 15:30

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inda Björk er nýjasti gestur hlaðvarpsins Það er von. Inda er aðstandandi einstaklinga með fíknisjúkdóma en hún ólst upp móðurlaus. Móðir hennar féll fyrir eigin hendi eftir mikla neyslu en Inda var ungabarn á þeim tíma.

„Ég er orðin 18 eða 19 þegar ég kemst að því hvernig móðir mín deyr,“ segir Inda þegar hún ræðir það að á þessum tíma voru orsök móðurmissis leyndarmál og slík mál ekki rædd.

Eiginmaður Indu hefur verið í bata frá fíknisjúkdómi síðan árið 1997.

„Hann er leiðinlegasti alki í heimi þegar hann er í því,“ segir Inda þegar hún ræðir um manninn sinn.

Elsti sonur hennar glímir einnig við fíknisjúkdóm og hefur gert í nokkur ár. Inda tjáir sig opinskátt um tilfinningarnar sem fylgja því að eiga barn í neyslu. Hún ákvað að verða klikkaða mamman og vonaði að enginn vildi dópa með syni hennar.

„Ég ruddist inn í partý og sló hættulega menn,“ segir Inda en seinna sendi hún, ásamt fleirum, son sinn í meðferð, bæði hér heima og í Svíðþjóð.

Inda segir opinskátt og heiðarlega frá tilfinningum sínum og því sem fylgir því að vera aðstandandi og muninn sem hún upplifði að vera maki og svo móðir einstaklinga með fíknisjúkdóm.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“