fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Sjáðu fyrstu myndirnar af baðlóninu á Kársnesi

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 21:30

Sky Lagoon Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baðlónið Sky Lagoon kemur til með að opna á morgun en baðlónið er staðsett á Kársnesi í Kópavogi. Baðlónið er ein stærsta framkvæmd sem tengist ferðageiranum hér á landi í seinni tíð.

Áætlaður framkvæmdakostnaður lónsins er um fimm milljarðar og mun baðlónið skapa 110 ný störf.

Mynd/Valli

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, er verulega spennt fyrir opnuninni og segir mikla vinnu hafa verið lagða í hönnunina sem dró innblástur sinn af íslenskri náttúru og íslenskri byggingarsögu.

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon Mynd/Valli

Eitt það fallegasta við lónið er 75 metra óendanleikakantur sem gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman. Með aðgangsmiða í lónið fylgir sjö skrefa spa-upplifun sem reynir á öll skilningarvit líkamans. Þeir þyrstu þurfa ekki að örvænta en það er bar við lónið þar sem gestir geta pantað sér drykki.

Mynd/Valli

Boðið er upp á einkaklefa en einnig er hægt að fara í almennan klefa eins og við þekkjum úr hefðbundnum sundlaugum landsins.

Mynd/Valli

Fyrir eða eftir bað er hægt að setjast og snæða eða fá sér drykki. Venjulegur aðgangur að lóninu kostar tímabundið 5.990 krónur og mun hækka upp í 8.500 seinna meir. Dýrari aðgangurinn kostar tímabundið 9.900 en mun vera 13.900 eftir einhvern tíma.

Lónið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára og þurfa börn á aldrinum 12-14 ára að vera í fylgd með fullorðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla