fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Justin Bieber gaf Victoriu Beckham Crocs-skó – Viðbrögð hennar voru stórkostleg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 10:40

Victoria Beckham og Justin Bieber. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur fyrrverandi kryddpíunnar Victoriu Beckham myndu örugglega seint búast við því að sjá hana í Crocs-skóm. En það virðist vera líklegra með hverjum deginum. Bæði vegna þess að vinsældir skónna eru á uppleið og salan á þeim hefur aukist um 64 prósent milli ára, og líka vegna þess að hún fékk Crocs-skó að gjöf frá söngvaranum Justin Bieber.

Justin hannaði eigin Crocs-skó sem seldust upp á örfáum mínútum. Victoria fékk eitt par að gjöf og viðbrögð hennar voru sprenghlægileg.

Hún byrjaði á því að deila mynd af skónum í Instagram Story og þakkaði Justin Bieber kærlega fyrir sig. Hún spurði síðan fylgjendur sína hvort hún ætti að klæðast skónum.

43 prósent svarenda sögðu já en 57 prósent sögðu nei. Victoria deildi niðurstöðunum og skrifaði með: „Það munaði mjóu! Ég held ég myndi frekar deyja en takk samt Justin Bieber.“

Mynd/Instagram

Við munum því miður ekki sjá Posh-kryddpíuna klæðast Crocs en hver veit, kannski einn daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“