fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Með varanlega standpínu eftir misheppnaða fegrunaraðgerð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 11:30

Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neven Ciganovic vill líta vel út að eilífu. Hann er 49 ára og frá Króatíu. Hann gekkst undir sína fyrstu fegrunaraðgerð 22 ára og hefur síðan þá farið í fjölda aðgerða. Hann hefur meðal annars látið breyta augnalit sínum, farið í augabrúnaígræðslu, aðgerð á augum, látið fylla í kinnar og varir og farið í nokkrar aðgerðir á nefi.

Neven kemur fram í nýlegum þætti hjá vefmiðlinum Truly á YouTube. Í þættinum viðurkennir hann að hann sé háður fegrunaraðgerðum og ætlar sér ekki að stoppa, þrátt fyrir að hafa þurft að kljást við sjaldgæfa aukaverkun. Eftir aðgerð, þar sem hann var svæfður, vaknaði hann með varanlega standpínu.

„Það gerðist í aðgerðinni. Ég held að svæfingin hafi verið kveikjan að þessu. Mér leið mjög illa og þetta var án efa versta upplifun ævi minnar. Ég þurfti að gangast undir þrjár aðgerðir á typpinu. Batinn var mjög erfiður og langur,“ segir hann en bætir við að þrátt fyrir þessa ömurlegu reynslu sé hann ekki hræddur við að gangast undir fleiri aðgerðir.

„Ég óttast mest að vera svæfður. Ef ég get gert aðgerð með staðdeyfingu þá vel ég það alltaf.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Neven Ciganovic (@nevencigi)

Vill vera unglegur

„Ég vil stöðva öldrunarferlið og vil líta út fyrir að vera á bilinu 35-45 ára. Þess vegna fer ég í aðgerðir. Ég held ég muni aldrei hætta að leggjast undir hnífinn, við erum öll að eldast. En ég vil stoppa þetta ferli,“ segir Neven.

Í þættinum er fylgst með honum fara í aðgerð þar sem fita er tekin úr líkama hans og síðan sprautuð í enni hans.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“