fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Berglind blæs á kjaftasögurnar – „Fyrst þegar ég heyrði þetta var ég ótrúlega sár og reið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 13:27

Berglind Saga. Mynd/Instagram @sagabofficial

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og áhrifavaldurinn, Berglind Saga Bjarnadóttir, sem gengur undir listamannanafninu Saga B, blæs á kjaftasögurnar um að hún hafi gengist undir fegrunaraðgerðir á andliti. Hún er komin með nóg að heyra fólk tala um sig og segist ekki vera „einhver dúkka“ heldur fullkomlega venjuleg í framan.

Berglind spurði fylgjendur sína á Instagram, sem eru rúmlega 16 þúsund talsins, hvort þeir hafi heyrt sögur um að hún hafi lagst undir hnífinn á andliti.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Meðal svara voru:

„Heyrði að þú værir búin að laga kjálka og varir og minnka mittið.“

„Hélt þú værir með í vörum og bótox.“

„Heyrði að þú værir með fyllingu í kinnum og vörum.“

„Heyrði að þú værir með rassapúða (e. bum implant).“

„Ég viðurkenni að ég trúði því að þú værir búin að leggjast undir hnífinn. Síðan sá ég myndina af þér sem barn.“

Lendir oft í þessu

Í samtali við DV segist Berglind mjög oft lenda í því að fólk sem hún er að spjalla við haldi að hún sé búin að breyta andlitinu sínu.

„Sama hvort það séu útlenskir strákar að tala við mig og spyrja: „Ha? Ertu náttúruleg?“ Þeir trúa mér ekki þegar ég segi að ég sé ekki búin að sprauta í varirnar eða kinnarnar, mér finnst það svo skrýtið því mér finnst ég svo eðlileg, mér finnst ég ekkert vera „abnormal.“ Svo fæ ég oft spurningu um hverjir séu læknarnir mínir,“ segir hún.

Berglind segir að fólk verði oft hissa þegar það sjái barnamyndir af henni og dragi ásakanir sínar til baka.

„Fólk er búið að mata það ofan í sig að ég sé einhver dúkka. Og það leyfir sér að tala niður til mín.  Ef einhver segir: „Hún er sæt“ þá er svarið: „Nei hún er búin að breyta öllu.“ Það er verið að taka „my shine“ niður og segja að þetta sé ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er. Ég er ekki neitt því ég á að vera búin að „laga“ mig,“ segir hún.

Berglind segir að hún hafi heyrt margar sögur. Meðal annars frá einum aðila sem var staddur í ísbúð og heyrði aðra viðskiptavini vera að ræða Berglindi og útlit hennar. „Þær voru að tala um að ég væri búin að skemma andlitið mitt með lýtaaðgerðum og alls konar þannig,“ segir hún.

Sár og reið

„Ég man fyrst þegar ég heyrði þetta var ég ótrúlega sár og reið. Nú er ég bara „fokk it“. En ég skil ekki af hverju fólk getur ekki dáðst að mér fyrir það sem ég er, frekar en að hata mig fyrir það sem ég er ekki. Því það hatar mig fyrir að hafa farið í fullt af lýtaaðgerðum, sem ég er ekki búin að gera. Þetta er óþægilega skrýtið,“ segir hún.

Berglind segir að afbrýðisemi sé oft ástæðan fyrir svona ummælum. „Það hafa örugglega allir einhvern tíma verið afbrýðisamir. Eins og þegar maður var yngri og kærastinn var að horfa á sætar píur að maður fann fyrir afbrýðisemi. Þetta eru oft fyrstu viðbrögð fólks, að tala illa um fólkið sem það er afbrýðisamt út í. Eins og þeir sem eru að standa sig vel í viðskiptum, þá fer fólk að tala um peningaþvott og þess háttar,“ segir Berglind.

Engin dúkka

Berglind viðurkennir að henni þyki leiðinlegt að lenda í þessu. „Já ég meina kommon, það er ekki eins og ég sé einhver dúkka í framan. Ég er svo venjuleg. Jú ég er með stórar kinnar og stórar varir, „that‘s it!““

En kjaftasögurnar eru ekki aðeins um fegrunaraðgerðir, heldur einnig að Berglind breyti myndunum sínum í myndvinnsluforriti.

„Eina sem ég geri er að breyta litum og skyggja myndirnar, svo myndirnar séu meira „pro“,“ segir hún.

Berglind hefur nokkrum sinnum lent í leiðinlegum atvikum þar sem einhver ætlaði að deila mynd hennar áfram á annan aðila og tala illa um hana í leiðinni, en myndin og skilaboðin fóru óvart á Berglindi sjálfa.

„„Oj sjáðu hún er búin að „photoshoppa“ sig,“ fékk ég einu sinni sent. Skilaboðin voru ekki ætluð mér en fóru óvart á mig. Ég átti að hafa minnkað mittið mitt og eitthvað þannig, sem ég geri ekki. En eftir þetta hef ég verið mjög meðvituð um myndirnar mínar,“ segir hún.

Mikil vinna að baki

Berglind segir að henni sárni einnig umræðan því hún hefur unnið hörðum höndum að komast á þann stað sem hún er á í dag. „Fólk verður að átta sig á því að ég var 138 kíló og er núna 61 kíló. Þetta voru tæplega 80 kíló sem maður var að bera aukalega utan á sér á hverjum degi, auðvitað eru lærin mín og rassinn sterk. Auðvitað er líkaminn sterklega byggður. Ég er í geggjuðu formi núna og auðvitað er mittið mjótt,“ segir hún og rifjar upp samtal sem hún átti við konu sem var fylgjandi hennar.

„Konan var að segja að ég væri slæm fyrirmynd og hún var að drulla yfir mig. Hún var alltaf að senda mér eitthvað neikvætt og ég spurði hvort hún vildi ekki bara hætta að fylgja mér fyrst ég væri ekkert að veita henni innblástur, mér fannst ekkert gaman að fá svona neikvæðni og eflaust ekkert hollt fyrir hana,“ segir Berglind.

Ekki einu kjaftasögurnar

Það er ekkert nýtt fyrir Berglindi að verða fyrir barðinu á neikvæðu umtali og kjaftasögum. Fyrir nokkrum árum var hún mjög dugleg að vinna og fór reglulega til útlanda, stundum einu sinni í mánuði. Þegar hún var á landinu gerði hún lítið annað en að vinna og gat þar af leiðandi haft efni á því að ferðast.

„Þá komu upp sögusagnir að ég væri í einhverjum „shady business“ í útlöndum. Bara eitthvað bull því ég var að ferðast. Það má ekki hreyfa á sér rassgatið hérna heima án þess að það sé búið til einhverjar ömurlegar sögur. Það er svo mikið hérna á Íslandi, ég skil það ekki. Þetta er ekki svona í öðrum löndum,“ segir hún.

„En raunin var sú að í staðinn fyrir að djamma í miðbæ Reykjavíkur, reykja og drekka áfengi og gera alla vitleysuna sem aðrir voru að gera, þá var ég bara að vinna á fullu og fara til útlanda. Af hverju má fólk ekki bara gera sitt á Íslandi án þess að vera jarðað af kjaftasögum?“

Gerir varaæfingar

Berglind greindi frá því í apríl 2019 hvernig hún stækkar á sér varirnar án þess að sprauta í þær. Hún gerir varaæfingar til að stækka varirnar og halda þeim þrýstnum.

Sjá einnig: Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð

Aðspurð um hvort hún sé enn að gera varaæfingarnar svarar Berglind því játandi og bendir á að varirnar eru vöðvi sem þarf að halda við.

Ákveðið ofbeldi

Að lokum segir Berglind:

„Lýtaaðgerðir eru ekki alltaf svarið ef einhver lítur vel út. Það er hægt að skína að utan með hollu og góðu mataræði, góðri hreyfingu og líða vel með sjálfa sig. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað inngrip eða eitthvað slæmt. Líka lýtaaðgerðir eru ekkert slæmar. Ímyndaðu þér manneskju sem líður ógeðslega illa með eitthvað og er búin að vera lítil í sér lengi, það er hægt að laga vandamálið með einni aðgerð. Ég er alls ekki að gera lítið úr fólki sem velur að fara í þessar aðgerðir með því að verja mig, en ég er bara að verja mig undan áreitinu. Þetta er ákveðið ofbeldi að skemma fyrir mér með svona sögusögnum.“

Gaf út nýtt tónlistarmyndband

Berglind gaf út nýtt tónlistarmyndband á dögunum við lagið „Bottle Service“ sem má horfa á hér að neðan.

Sjá einnig: Berglind um myndbandið á kampavínsklúbbnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki