fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Fókus

Opnaði skúffu í nýja húsinu og innihaldið kom á óvart – „Svooo ógeðslegt“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. apríl 2021 17:57

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-notandinn Kristen Cape flutti nýverið en þegar hún fór í gegnum nýju íbúðina tók hún eftir því að fyrri eigendur íbúðarinnar höfðu ekki tekið allar eigur sínar með sér. Kristen bjóst eflaust við því að finna eitthvað skemmtilegt sem fyrri eigendurnir áttu og var það raunin í fyrstu.

Hún fann fyrst nokkuð magn af flíkum sem eigendurnir höfðu skilið eftir. Þegar hún opnaði eina skúffuna í íbúðinni fann hún flíkur en það sem leyndist einnig í skúffunni kom henni á óvart. Kristen vekur athygli á þessu í myndbandi sem hún birti á TikTok-síðu sinni en myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

„Svooo ógeðslegt, ég var ekki tilbúinn í að finna þetta,“ skrifaði hún með myndbandinu sem hefur vakið töluverða athygli. Þá var einnig fjallað um myndbandið í The Sun. „Við vorum að flytja í þetta hús og fyrri eigendurnir skildu eitthvað af dóti eftir,“ útskýrir hún og sýnir svo hvað leyndist í skúffunni ásamt fötunum.

Það var poki en í pokanum var töluvert magn af kynlífsdóti. „Við fundum föt sem var flott… þangað til við fundum heilan poka með kynlífsdóti,“ segir Kristen í myndbandinu.

Þeir sem sáu myndband hennar höfðu afar gaman að því og mátti sjá mikið af háði í athugasemdunum við það. „Við skulum vona að þau komi ekki aftur til að sækja þetta,“ segir til að mynda einn. „Þú hlýtur að TITRA eftir að hafa fundið þetta,“ skrifar annar. „Sápa, vatn og edik. Þá er þetta bara tilbúið til notkunar,“ skrifar svo enn annar.

Ljóst er að Kristen hefur ekki mikinn áhuga á að endurnýta kynlífsdótið. „Ég meina, þú getur djúphreinsað þau með áfengi,“ skrifaði einn og Kristen svaraði því. „Það er stórt nei,“ sagði hún.

Myndbandið sem Kristen deildi má sjá hér fyrir neðan:

@kristenjones8219Sooo gross y’all. I was not prepared to find this 🤢😂 #ew #ohno♬ Oh No – Kreepa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún miðill sá fyrir fall Wow air og hneyksli í Þjóðkirkjunni – Hefur fengið skilaboð um að hún verði 96 ára – „Ég á að hjálpa fólki“

Guðrún miðill sá fyrir fall Wow air og hneyksli í Þjóðkirkjunni – Hefur fengið skilaboð um að hún verði 96 ára – „Ég á að hjálpa fólki“
Fókus
Í gær

Forstjóri og fjárfestir saman á hóteli

Forstjóri og fjárfestir saman á hóteli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna sendirðu ekki „live“ mynd þegar þú ert að halda framhjá

Þess vegna sendirðu ekki „live“ mynd þegar þú ert að halda framhjá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nektarmyndin hafði óvæntar afleiðingar

Nektarmyndin hafði óvæntar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Camilla Rut nakin fyrir framan vinnumennina – „Ég er náttúrlega bara gift kona“

Camilla Rut nakin fyrir framan vinnumennina – „Ég er náttúrlega bara gift kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jennifer Lopez og Ben Affleck fara saman í vikulangt frí – 17 árum eftir að þau hættu saman

Jennifer Lopez og Ben Affleck fara saman í vikulangt frí – 17 árum eftir að þau hættu saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum