fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Netverjar telja Kim Kardashian vera að senda dulin skilaboð með þessari mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. apríl 2021 09:46

Kim Kardashian. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian deildi nokkrum myndum af sér við lærdóm í gær. Kim er að læra til lögmannsréttinda og á myndunum er hún í bikiní. En það er ekki það sem hefur vakið hvað mesta athygli, heldur eru það skórnir hennar á þriðju myndinni.

Ýttu á örina til hægri til að sjá myndirnar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian)

Kim klæðist Yeezy skóm á myndunum. Yeezy er tískufyrirtæki Kanye West, fyrrverandi eiginmanns hennar.

Í byrjun árs 2021 skildu Kim og Kanye að borði og sæng. Kim sótti um skilnað frá Kanye í febrúar. Þau eiga saman fjögur börn, North, Saint, Chicago og Psalm.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kim deilir myndum af sér á samfélagsmiðlum í fatnaði frá Yeezy. Í hvert skipti vekur það mikla athygli og velta netverjar því fyrir sér hvort hún sé að senda dulin skilaboð með klæðavalinu. Svo getur það einnig vel verið að hún sé einfaldlega að styðja fyrrverandi mann sinn og barnsföður.

Kim Kardashian. Mynd/Instagram

Í apríl 2019 greindi Kim frá því að hún væri orðin starfsnemi hjá lögfræðistofu. Hún vonast til að vera orðinn fullgildur lögfræðingur árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“