fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ætluðu að bjarga konum á túr með einnota bleikum plasthönskum – Reiknuðu ekki með þessum viðbrögðum

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 11:30

Bleiku einnota plasthanskarnir áttu að gera líf kvenna á blæðingum bæði einfaldara og hreinlegra. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þýskir karlmenn sem „fundu upp“ bleika einnota plasthanska fyrir konur til að nota þegar þær fjarlægja túrtappa hafa hætt við framleiðsluna og skipt efni á vefsíðu fyrirtækisins út fyrir afsökunarbeiðni.

Mennirnir, þeir Eugen Raimkulow og Andre Ritterswürden, kynntu hugmynd sína upphaflega í þýskum raunveruleikaþætti þar sem frumkvöðlar reyna að fá fjárfesta til liðs við sig. Fjárfestinum Ralf Dümmel leist svo vel á hugmyndina um bleikan einnota plasthanska fyrir konur á túr að hann ákvað að leggja til 30 þúsund evrur, eða andvirði um 4,5 milljóna króna. Dümmel hefur sömuleiðis beðist opinberlega afsökunar á því að hafa ekki áttað sig á raunverulegum þörfum kvenna og greinilegt að viðbrögð við þessari vöru kom þeim mikið á óvart.

Fjallað hefur verið um málið í miðlum um allan heim, svo sem Guardian og Deutsche Welle.

Frumkvöðlarnir Raimkulow og Ritterswürden með fjárfestinn Dümmel fyrir miðju. Mynd/Instagram Pinky Gloves

Hanskarnir voru kallaðir Pinky Gloves og fengu þeir Raimkulow og Ritterswürden hugmyndina eftir að þeir bjuggu með konum og sáu notaða túrtappa í ruslinu. Konurnar höfðu vafið klósettpappír utan um túrtappana en stundum sáu þeir að blóð kom í gegn um pappírinn og jafnvel fundu þeir lykt af notuðu túrtöppunum sem þeim fannst „ógeðfelld.“

Með hönskunum töldu þeir sig vera að leysa stórt vandamál fyrir konur og að þær gætu nú sloppið við að snerta bandið sem er fast við túrtappann þegar þær toga hann út úr leggöngunum og síðan vafið bleika einnota plasthanskanum utan um notaðan túrtappann. Þannig yrði allt mun snyrtilegra – fyrir konurnar.

Notkunarleiðbeiningar af heimasíðu Pinky Gloves.

Fljótt fengu þeir yfir sig öldu reiði og gagnrýni þar sem þeir voru sagðir ýta undir hugmyndir um að blæðingar séu óhreinar á einhvern hátt, að hanskarnir væru sérlega slæmir fyrir umhverfið og athugasemdir í þá veru að nú ætluðu karlmenn enn einu sinni að reyna að græða á konum með tilgangslausum varningi. Raunar var það svo að hver hanski átti að kosta meira en hver túrtappi út úr búð í Þýskalandi.

Umbúðirnar utan um Pinky Gloves þar sem hver plasthanski var sérinnpakkaður í plast. Mynd/pinkygloves.de

Á Instagramsíðu Pinky Gloves, sem er búið að taka niður, birtust athugasemdir á borð við: „Ég skil ekki hvaða vandamál þeir halda að þeir séu að leysa“ og „Hættiði að segja konum að blæðingar séu ógeðslegar.“

Einhverjir tóku sig svo til og bjuggu til grínsíðu þar sem bláir einnota plasthanskar, Bluey Gloves, eru kynntir sem hentug lausn fyrir karlmenn til að sleppa við að halda með berum fingrum um typpið á sér þegar þeir pissa.

Skjáskot af enskri útgáfu af síðunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla