fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fókus

Kölluð „Anti-Karen“ fyrir uppeldisaðferðir sínar

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 17:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Binky Bell er virk á TikTok þar sem hún deilir með fólki hvernig hún elur börnin sín upp. Aðferðir hennar hafa vakið mikla athygli og er hún meðal annars kölluð „Anti-Karen“ af mörgum. Karen er oft notað yfir hvítar miðaldra konur sem eru álitnar miklir forréttindapésar og á Binky að vera andstæðan við það.

Börnin hennar Binky eiga mikið af fínustu græjum sem til eru á markaðnum, til dæmis PlayStation, XBOX og fleira. Í einu myndbanda hennar tekur hún upp hamar og gefur í skyn að hún ætli að brjóta græjur barna sinna vegna þess að einkunnir þeirra hafa lækkað.

@binky_belll🔨🎮 #parentingdoneright #SelfImprovement #parentinghack #gentleparenting♬ Quirky – Oleg Kirilkov

Í staðinn fyrir að brjóta græjurnar eða taka þær af þeim þá sest hún niður með börnunum og ræðir við þau um mikilvægi þess að setja mörk. Hún spyr þau hvort eitthvað sé að hjá þeim sem þau þurfi að ræða um. Hún vill ekki kenna tölvuleikjum um einkunnirnar því líklegast er að það sé eitthvað annað að hrjá þau.

Bell bendir börnunum á að það sé mikilvægt að setja mörk og það gildi líka um tölvunotkun. „Ég get ekki kennt tölvuleikjum um það sem ég ber ábyrgð á og þarf að stjórna á mínu heimili.“

Heilbrigð lexía – tölvan stjórnar ekki heimilinu. Foreldrið gerir það !

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð