fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fókus

Sigga Dögg spyr Eddu hvort hún hafi tekið sig upp stunda kynlíf – „Þarna er upplifun okkar algjörlega ólík“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 09:49

Edda og Sigga Dögg. Myndir/Instagram/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Eigin Konur hefur valdið talsverðu fjaðrafoki undanfarið fyrir viðtöl sín við einstaklinga sem selja efni á OnlyFans.

Þáttastjórnendurnir Edda Falak og Fjóla Sig tóku viðtal við Klöru Sif Magnúsdóttur í byrjun apríl. Klara Sif greindi frá því að hún hefur grætt fimmtán milljónir á því að selja nektarmyndir. Viðtalið vakti mikla athygli en ekki nærri því jafn mikla og viðtal Eddu og Fjólu við Ósk Tryggvadóttur og Ingólf Val Þrastarsson.

Sjá einnig: Ósk og Ingólfur selja kynlífsmyndir og myndbönd af sér – Lögreglan kom að þeim að stunda kynlíf – „Við fríkuðum bara út“

Tvær fylkingar

Áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gagnrýndi viðtalið harðlega og í kjölfarið fór af stað lífleg umræða um OnlyFans, rétt kvenna og öryggi barna. Athugasemdum Katrínar var bæði tekið fagnandi og harðlega gagnrýndar. Sigga Dögg var helsti gagnrýnandinn. Það mætti segja að netverjar hafi skipað sér í tvær fylkingar. Þeir sem voru sammála Katrínu Eddu og þeir sem voru sammála Siggu Dögg.

Katrín Edda og Sigga Dögg hafa báðar tjáð skoðun sína ítarlega á málinu og er hægt að horfa á myndböndin í „highlights“ hjá þeim á Instagram. Smelltu á nöfnin þeirra til að komast inn á Instagram-síður þeirra.

Sjá einnig: Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið

Sjá einnig: OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar

Sigga Dögg ræðir málin

Sigga Dögg Arnardóttir er kynfræðingur að mennt, hún er með meistaragráðu og yfir tíu ára starfsreynslu í faginu. Hún er rithöfundur og einnig vinsæll fyrirlesari um kynlíf.

Hún kemur fram í nýjasta þætti Eigin Kvenna til að ræða um OnlyFans. Þátturinn er tæplega tveir tímar í heild og fara þær um víðan völl. Þú getur horft á hann í heild sinni neðst í greininni. Þær horfa einnig á myndbönd frá aðilum sem höfðu mikið um málið að segja og ræða það frekar.

Öðruvísi upplifun

Í þættinum ræða Edda og Sigga Dögg um ólíkar upplifanir sínar af því að taka sig upp stunda kynlíf. Sigga Dögg spurði Eddu og Fjólu hvort þær hafa tekið sig upp stunda kynlíf og Edda svaraði játandi.

„Fannst þér ekki skrýtið að horfa á það,“ spurði Sigga Dögg og Edda neitar.

„Í alvöru, ég fékk svo mikinn kjánahroll! Ég var ógeðslega meðvituð og lítil í mér. Er rassinn minn svona….“

„Ég var bara „you go girl““ Sagði Edda.

„Þarna er upplifun okkar algjörlega ólík og það er allt í lagi,“ segir Sigga Dögg.

Þær ræða síðan um umræðuna síðustu daga og segir Edda að henni þykir það leiðinlegt hvernig umræðan hafi afvegaleiðst og það hafi verið mikið um drusluskömmun. „Já ég er alveg sammála þér,“ segir Sigga Dögg.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þær fara ítarlega yfir umræðuna síðustu daga og ræða meðal annars um gagnrýni Katrínar Eddu og velta spurningunni fyrir sér, hvort það sé hægt að vera femínisti en styðja ekki konur innan kynlífsiðnaðarins (e. sex workers).

Sjá einnig: Sóldís selur erótískt myndefni á netinu – „Ég heyrði fyrst í mömmu og hún sagði „go for it““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinalegir rígar í Hollywood

Vinalegir rígar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn