fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

Sló öll met aðeins nokkrum dögum eftir 18 ára afmælisdaginn – Sjáðu hvað hún þénaði mikið

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danielle Bregoli eða Bhad Bhabie eins og hún er betur þekkt sem, var á allra manna vörum árið 2016 þegar hún birtist í sjónvarpsþætti Dr. Phil. Þá var hún aðeins 13 ára gömul en hún er fædd 26. mars árið 2003. Lína sem hún sagði á þættinum sló rækilega í gegn meðal netverja og hafa yfir 48 milljónir horft á klippu úr þættinum á YouTube-síðu Dr. Phil.

Hún byrjaði tónlistarferil undir nafninu Bhad Bhabie og er vinsælasta lagið hennar með yfir 160 milljónir spilanna á Spotify. Í gær byrjaði hún svo að selja myndir og myndbönd af sér á vefsíðunni OnlyFans.

Fyrir áskrift af efni hennar rukkar hún 35 dollara eða tæpar 4.500 krónur á mánuði. Hún stofnaði aðganginn í gær, aðeins sex dögum eftir 18 ára afmælisdag sinn og birti hún á Instagram-síðu sinni hversu mikið hún hefur þénað. Á aðeins sex klukkustundum höfðu áskrifendur borgað henni samtals eina milljón Bandaríkjadala eða 125 milljónir íslenskra króna.

Aldrei hefur neinn aðili grætt svona mikinn pening á vefsíðunni á svona stuttum tíma en að vera með yfir 20 milljónir króna í tímakaup er ekki amalegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“