fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Sóldís selur erótískt myndefni á netinu – „Ég heyrði fyrst í mömmu og hún sagði „go for it““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. apríl 2021 12:00

Sóldís Nancy. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóldís Nancy Jónsdóttir er 24 ára móðir og býr á Akureyri. Hún stofnaði aðgang á OnlyFans fyrir stuttu og fær mikinn stuðning úr öllum áttum. Bæði móðir hennar og tengdamóðir styðja hana heilshugar í þessu og kærastinn einnig. Hún tekur það þó fram að ekki sé um „easy money“ að ræða og það eigi ekki að vera hægt að skrá sig á síðuna nema að viðkomandi sé orðin 18 ára. Sóldís útskýrir skráningaferlið og hvað heillaði hana við að skrá sig á síðuna.

OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Það er algengast að notendur selji einhvers konar erótískt efni á síðunni en það er allur gangur á því hvers konar efni er í boði. Aðdáendur geta sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi.

OnlyFans hefur verið talsvert í umræðunni upp á síðkastið og hafði Sóldís heyrt mikið um síðuna. „Ég hafði verið að hugsa um að prófa það mjög lengi og ákvað síðan að skella bara í það. Ég heyrði fyrst í mömmu til að fá hennar viðbrögð og ég fékk bara „go for it“ þannig ég ákvað að prófa þetta,“ segir Sóldís.

Sóldís Nancy. Aðsend mynd.

Skilaði skömminni eftir stafrænt kynferðisofbeldi

„Ég var strax búin að græða tuttugu þúsund krónur á fyrstu tíu mínútunum. Síðan þá hef ég verið að græða yfir hundrað þúsund krónur á dag.“

Þegar DV ræddi við Sóldísi var liðin vika frá því að hún stofnaði síðuna og hún var búin að þéna inn 864 þúsund krónum. Síðan tekur 20 prósent af hagnaðinum svo hennar hluti er 691 þúsund krónur.

„Fyrst var ég efins um hvort ég hefði kjark til að fara í þetta. En eins og staðan er núna þá hefur þetta gefið mér aukið sjálfstraust og mér finnst líkamsvitund mín mikið betri. Mér finnst ég bara vera að taka vald mitt til baka, sérstaklega þar sem að þegar ég var ung stelpa fóru myndir af mér í dreifingu og núna finnst mér ég hafa sigrast á því.“

Sóldís Nancy. Aðsend mynd.

Meirihluti íslenskir karlmenn

Sóldís deilir erótískum myndum og myndböndum á síðunni. Hún tekur einnig á móti beiðnum sem hún fær aukalega borgað fyrir.

Stærsti hluti aðdáendahóps hennar eru íslenskir karlmenn. „Ég myndi segja að svona 75 prósent þeirra eru Íslendingar, það er einn franskur sem sagðist ekki kunna ensku þannig ég notaði Google Translate til að spjalla við hann,“ segir Sóldís og hlær.

Sóldís segir að það sé frábært að afla sér inn auka tekna. Hún ætlar að kaupa sér bíl næstu mánaðamót. „Svo safna ég jafnvel upp í íbúð seinna ef það gengur áfram svona vel,“ segir hún.

Kærastinn og tengdamamma stuðningsrík

Sóldís fær mikinn stuðning frá sínum nánustu. „Kærasti minn styður mig heilshugar í þessu öllu saman og hjálpar mér að taka myndir og annað. Tengdamamma styður mig meira að segja líka,“ segir hún.

Í samtali við DV segir tengdamóðir Sóldísar, Ragnheiður Sólveig Ólafsdóttir, að henni finnst þetta frábær hugmynd. „Ég kalla þetta að hugsa í lausnum. Ég er glöð og stolt af hennar velgengni.“

Sóldís Nancy. Aðsend mynd.

Umræðan síðustu viku

Eins og fyrr segir hefur OnlyFans verið talsvert í umræðunni í liðinni viku. Það mætti segja að þetta hafi allt byrjað þegar áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gagnrýndi harðlega viðtal Eddu Falak og Fjólu Sig við Ósk Tryggvadóttur og Ingólf Val Þrastarson í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Ósk og Ingólfur starfrækja sitt hvora OnlyFans-síðuna og selja kynlífsmyndir og myndbönd.

Athugasemdir Katrínar vöktu mikla athygli, þeim var bæði tekið fagnandi og harðlega gagnrýnd.

Sjá einnig: Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið

Sjá einnig: OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar

Umræðan hefur ekki farið framhjá Sóldísi. „Umræðan hefur farið illa í mig því það er svo mikið í henni sem er bara vitlaust. Fólk þarf að kynna sér málið betur og ekki bara trúa því sem ein manneskja hefur að segja. Ég, ásamt mjög mörgum sem eru á OnlyFans, ættum að vita betur hvað málið snýst um og mér finnst að það ætti að hlusta meira á okkur, en ekki einhverja sem veit takmarkað um þetta og veit bara það sem hún hefur „googlað,““ segir Sóldís.

„Fólk hefur að sjálfsögðu rétt á sinni skoðun og auðvitað á að heyra báðar hliðar, en mér finnst þetta bara orðið að einhverjum misskilning. Eins og ein stelpa sem er á OnlyFans sagði í Instagram Story: „Umræðan byrjaði á því að „normalísera“ OnlyFans og fór yfir í að „það er aldrei cool að láta ríða sér fyrir pening“ og yfir í að  börn eigi ekki að vera inni á síðunni. Enginn af okkur sem starfar við OnlyFans styður að börn eigi að vera þarna inni! Og reglurnar eru líka svo strangar að ég skil ekki hvernig það er hægt fyrir fólk undir 18 ára að skrá sig fyrir reikningi, þar sem það þarf lögleg skilríki, bankaupplýsingur og svo er tekið „Face ID“ sem þarf að passa við við skilríkin. Þetta hljóta að vera sögusagnir sem eru sagðar í þeim eina tilgangi að reyna að dæma þessa síðu.“

Ekki „easy money“

Sóldís segir að vera á OnlyFans sé „alls ekki easy money.“ „Það er hægt að græða mikinn pening já, en þetta er alls ekki auðvelt,“ segir hún.

„Það á enginn að fara í svona vinnu ef hann eða hún er ekki 100 prósent tilbúin og er meðvituð um afleiðingarnar sem þetta gæti haft. Ég var persónulega mjög tilbúin og búin að hugsa lengi um þetta.“

Sóldís viðurkennir að það sé leiðinlegt að fólk sé að halda því fram að hún geti ekki tekið svona ákvörðun fyrir sjálfa sig. „Mér finnst fáránlegt að sumir halda ennþá að þau geti sagt hvað ég á eða á ekki að gera við minn líkama.“

Við neikvæðri gagnrýni segir Sóldís: „Allir hafa rétt á sinni skoðun og í stað þess að rífa aðra niður ættum við bara að styðja þá sem ákveða að gera þetta, því þetta getur tekið mjög mikið á. Sérstaklega neikvæða umtalið og hvað þá ef maður á barn/börn,“ segir Sóldís, sem sjálf er móðir.

„Persónulega hentar þetta mér einstaklega vel og þá sérstaklega í Covid þar sem ég ræð hvað ég gef mikið í þetta.“

Fylgstu með Sóldísi á OnlyFans og Instagram.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veist þú hvaða Íslendingar eiga þessi augu? Taktu prófið!

Veist þú hvaða Íslendingar eiga þessi augu? Taktu prófið!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Helgi Björns með nýtt lag

Helgi Björns með nýtt lag