fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Húmorslausir hvattir til að skrá sig á námskeið um húmor

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 19. apríl 2021 20:00

Sveinn Waage, Kristín Sigurðardóttir og Bjarni Karlsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni voru markaðsstjóri, bráðalæknir og prestur sem ákváðu að halda saman námskeið. Það blasir kannski ekki við en þetta námskeiðið kallast „Húmor virkar – í alvöru“ og verður haldið í Opna háskólanum í HR þar sem fjallað verður um hvernig húmor eykur skilvirkni og árangur, af hverju húmor virkar út frá lífeðlisfræðilegu sjónarhorni og hvað húmor er mikilvægur í okkar krefjandi samfélagi.

Markaðsstjórinn er Sveinn Waage sem upphaflega ætlaði að halda námskeiðið með Kristínu Sigurðardóttur, slysa – og bráðalækni, en nýlega var tilkynnt að Bjarni Karlsson prestur hefði bæst í hópinn. Í kynningu á námskeiðinu segir að þeir sem álíta sig húmorslausa séu sérstaklega hvattir til að skrá sig.

Húmor eykur árangur og afköst

Spurður um tildrög þess að svona námskeið sé haldið segir Sveinn að frasinn „menn komu að máli við mig“ sé vinsæll, sérstaklega á kosningaári, en í hans tilviki sé það hins vegar bara dagsatt.

„Gott fólk frá HR hafði samband eftir að hafa hlustað á mig í útvarpi og samtal um húmor og virkni hans hófst. Þau sáu þarna mann með góða reynslu úr atvinnulífinu sem leiðist ekki að láta fólk brosa.

Húmor er mikið rannsakað fyrirbæri í dag og sýna niðurstöður með óyggjandi hætti að húmor eykur árangur og afköst í atvinnulífinu fyrir utan hið augljósa að það verður meira gaman í vinnunni. Þetta eru stórmerkileg fræði og æðislega skemmtileg í leiðinni. Opni Háskólinn í HR er mjög spenntur að bjóða upp á þetta námskeið og við erum fullviss að þetta verði ekki síður gagnlegt en gaman. Alltaf gaman, það er bara möst,“ segir Sveinn brosmildur.

Óumdeildur lækningamáttur

Samsetning teymisins sem leiðbeinir á námskeiðinu vekur óneitanlega athygli.

Hvernig fer þetta saman og hvar kemur húmorinn inn?

„Við vildum skoða húmor frá fleiri hliðum en nýjustu rannsóknum og minni upplifun.

Dr. Kristín Sigurðardóttir kemur öflug inn. Hún hefur rannsakað húmor og óumdeildan lækningamátt hans. „Hláturinn lengir lífið“ er ekki bara orðatiltæki í dag heldur vísindaleg staðreynd. Það er viss upplifun að hlusta á hana, alveg frábær.

Við vildum líka fá hlið presta sem upplifa með okkur bestu og verstu stundir lífsins. Eins og við þekkjum eru margir þeirra miklir ljósberar og nota húmor í flestum aðstæðum. Vegna þess, jú, að hann virkar svo vel og sameinar okkur í gleði og sorg.

Bjarni Karlsson var mitt fyrsta val. Hokinn af reynslu, meðal annars frá Eyjum, og hefur víkkað sína sálgæslu í ráðgjöf utan kirkjunnar. Kærleikurinn og gleðin í honum er áþreifanleg. Að heyra hann tala um húmor í sínu starfi er meiriháttar og lærdómsríkt“ segir Sveinn.

Áhugasamir, hvort sem þeir hafa húmor eða eru húmorslausir, geta nálgast frekari upplýsingar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla