fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fókus

Kremið hafði hryllilegar afleiðingar – „Mér fannst ég breytast í skrímsli“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. apríl 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nina Adjin frá Bandaríkjunum er bloggari og hafði notað lyfseðilsskylt sterakrem frá 10 ára aldri vegna smávægra útbrota. Útbrotin dreifðu úr sér í kjölfarið og birtust um allan líkama hennar. Hún þurfti því alltaf meira og meira krem til að halda þessu ástandi í skefjum. Metro greinir frá.

„Þeir skrifuðu upp á meira og meira krem fyrir og að lokum varð líkami minn háður þeim,“ sagði hún.

Þegar hún var um tvítugt versnaði heilsa hennar mikið og hún átti til að fá sýkingar. Hún fékk sitt fyrsta flogakast 21 árs og missti í því meðvitund og stjórn á líkamanum. Hún var í vinnunni þegar þetta gerðist.

„Ég fór inn á kaffistofu í hádegishléinu mínu og það næsta sem ég veit er að ég sit fyrir utan vinnustaðinn með vinnufélaga minn við hlið mér sem tilkynnti mér að sjúkrabíll væri á leiðinni. Ég man ekki hvað gerðist en einhver fann mig inn á baðherbergi meðvitundarlausa. Ég hafði dottið í kastinu og rekið höfuðið í.“

Henni var ekið á næsta sjúkrahús þar sem læknar komust að þeirri niðurstöðu að flogið mætti rekja til streitu og andlegs álags. Þetta varð til þess að hún snarversnaði í húðinni og kremin virkuðu ekki lengur eins vel. Hún hætti í háskóla og flutti aftur inn til foreldra sinna.

„Þarna var ég að fara í gegnum stórar túbur af kremi á hverjum degi, ég makaði því á líkamann. Það eina sem róaði húðina mína var að taka inn stóra skammta af sterum. Ég skammaðist mín svakalega. Fólk stoppaði mig í vinnunni eða út á götu til að spyrja mig hvað væri að andlitinu á mér.“

Instagram/Nina Adjin

Botninum var náð árið 2014, Nína var hætt að vonast eftir lækningu. Þá rakst faðir hennar, sem hefði verið að leita að meðferðum fyrir hana, virkt samfélag á netinu þar sem margir einstaklingar með svipaða sögu deildu raunum sínum. Þeir sögðust vera með útvortis-stera-fráhverf (e. Topical steroid withdrawal (TSW))  Hann benti Nínu á síðuna og las þar hvernig fókl gekk í gegnum helvíti til að venja sig af lyfjum sem gerðu þau veik. Þetta var svarið, taldi Nína.

Svo án þess að ráðfæra sig við kóng né prest ákvað Nína að hætta að nota sterakremin og lyfin í júní 2014.

„Innan viku fór líkaminn minn í algjört sjokk – Ég varð að svo miklum uppvakning að ég féll næstum í dá; Ég svaf í 23 tíma á dag. Og innan viku var líkaminn minn þakinn útbrotin, frá höfði niður í tær,“ sagði hún.

Tveimur mánuðum síðar missti hún hárið. Allur líkaminn hennar var vessandi sár og lyktaði eins og rotnandi hold.  Þá ákvað hún loks að leita til læknis.

Hún fór til sérfræðings sem skrifaði upp á sýklalyf fyrir hana og staðfesti að hún væri með TSW. Stuttu síðar þurfti hún að fara á ónæmisbælandi lyf til að berjast gegn ónæmis-viðbrögðum líkamans. Húðin hennar jafnaði sig á níu mánuðum. Þegar hún hætti að taka ónæmisbælandi lyfin, þá versnaði húðin því miður aftur.

„Ég gat ekki lengur unnið og var föst heima við. Aftur kominn á byrjunarreit.“

Síðan var henni bent á óhefðbundna aðferð – hefðbundin kínversk læknisfræði – „Ég var skeptísk til að byrja með, en ég var líka svo buguð af þessu öllu saman. Svo ég byrjaði að nota sérstök krem fyrir húðina og drekka sterkt jurtate tvisvar á dag. Eftir sex mánuði var húðin mín mun betri og ári seinna gat ég byrjað að lifa lífinu aftur.“

Nína deilir sögu sinni til að vekja athygli á TSW og hvetja til þess að þetta ástand sé rannsakað frekar. „Það þarf að viðurkenna þetta sem alvöru ástand þar sem margir læknar trúa því ekki að þetta sé til. Þegar húðin mín varð betri leið mér eins og ég hefði gengið aftur í barndóm. Ég var endurfædd.“

Það er þó mikilvægt að gera ekki skyndilegar breytingar á meðferð sem læknir hefur skrifað upp á, jafnvel þó það séu bara einhver sterakrem. Slíkt þarf að gera í samráði við lækninn því með lyf og jafnvel, eins og tilfelli Nínu sýnir fram á, krem þá þarf að venja líkamann á minni skammta og gefa honum tíma til að aðlagast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð