fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fókus

Uppgötvaði kynferðislegt myndband af sjálfum sér fyrir tilviljun – Notað til að plata fólk á vinsælum samfélagsmiðli

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af ónafngreindum skandinavískum manni hefur verið notað sem  kynlífsbeita á samskiptasíðunni Omegle, en það var hann sjálfur sem uppgötvaði það. BBC greinir frá þessu, en þar er manninum gefið dulnefnið Michael.

Omegle er forrit þar sem notendur eru paraðir saman í myndbandssamtöl á heldur handahófskenndan hátt, en þar eiga oft ógeðfeldir hlutir sér stað. Vitað er til þess að íslensk ungmenni hafi notað og nota Omegle, en miðillinn hefur orðið vinsælli í kjölfar heimsfaraldursins.

Michael var 14 ára þegar hann notaði Omegle fyrst. Eftir einungis nokkra klukkutíma notkun var hann paraður við eldri konu sem bað hann um að sína á sér kynfærin. Í kjölfarið hafi konan boðist til að fara úr sínum fötum og beðið Micheal um að fróa sér. Sem hann segist hafa gert, en séð strax eftir því.

Nokkrum árum seinna, þegar Michael var 18 ára fór hann aftur að nota Omegle og þá segist hann hafa orðið háður forritinu.

„Ég fór aftur að nota síðuna og byrjaði að gera „dót“ fyrir framan myndavélina með mismunandi fólki. Myndbandskynlíf.“

Það sem Micheal áttaði sig ekki á var að einu myndbandssímtalinu var hann tekinn upp.

Hann segist hafa hætt á síðunni í um það bil eitt ár, en í miðjum heimsfaraldri hafi hann ákveðið að kíkja aftur. Þá var hann paraður við myndband af sjálfum sér. Einhver hafði tekið hann upp afklæðast og fróa sér og síðan notað það sem kynlífs-beitu: reynt að fá fólk til að gera slíkt hið sama til að safna fleiri myndböndum.

Michael segist deila þessari reynslu sinni til að vara annað fólk við. Hann vill að fólk sé meðvitað um hver sé á skjánum á móti sér.

„Ég er alltaf stressaður yfir þessu, en sem betur fer náðist andlitið mitt ekki á myndbandið. Það hræðir mig að ég sé notaður til að meiða annað fólk.“

Í svari til BBC sagði Omegle að sér þætti frásögn Micheal mjög óhugguleg. Þá fullyrti fyrirtækið að verið væri að bæta síðuna til að koma í veg fyrir svona lagað. Á Omegle er viðvörun um að „kynferðisbrotafólk“ noti síðuna, og að hún sé ekki fyrir 18 ára og yngri. Þó er ekkert kerfi sem kemur í veg fyrir að ungt fólk noti síðuna. Auk þess er ekkert auðvelt kerfi til staðar til að senda kvörtun eða láta vita af ósæmilegri hegðun á miðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þolendur stíga fram – „Mig langar ekki að vera í þessum líkama og oft langar mig ekki til að lifa“

Þolendur stíga fram – „Mig langar ekki að vera í þessum líkama og oft langar mig ekki til að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál – Óleysta ráðgátan á bak við Thomas Brown-hvarfið

Sakamál – Óleysta ráðgátan á bak við Thomas Brown-hvarfið