fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fókus

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 10:30

Nökkvi Fjalar prófaði sveppi eftir sjö daga föstu. Aðsend mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason setti sér stórt markmið í lok árs 2020 – markmiðið var að fá sem mest út úr komandi ári. Til að ná því markmiði gerði hann lista yfir 52 hluti sem hann langaði að prófa á árinu 2021. Hann hugsaði það sem 52 lítil skref í átt að stóra markmiðinu.  

Meðal þess sem hann setti á listann var að fara í kalda sturtu, gefa þúsund dollara, byrja með hlaðvarp, læra ballett, fara í fallhlífarstökk gefa út bók, fasta í sjö daga og prófa skynvillulyf (e. psychadelic drug). Í síðustu viku strikaði Nökkvi tvö atriði af listanum. Hann fastaði í sjö daga og tók svo ofskynjunarsveppi.

Í samtali við DV tekur Nökkvi það skýrt fram að hann sé ekki að mæla með sveppaathöfnum né sé hann á einhvern hátt tengdur starfseminni, hann er aðeins að deila sinni upplifun.

Forvitinn

Undanfarin tvö ár hefur Nökkvi kynnt sér notkun ofskynjunarlyfja og lesið ýmsar rannsóknir og greinar, þá sérstaklega tengt sjálfsþroska og sjálfsvinnu.

„Eins og að hvernig þetta getur unnið gegn áföllum og hvernig maður getur unnið með þetta í alls konar meðferðum gegn kvíða og öðru. Ég hef mikinn áhuga á þessum málefnum,“ segir Nökkvi.

Hann er sjálfur ekki að glíma við nein af ofangreindum vandamálum að eigin sögn og var það fyrst og fremst forvitinin sem rak hann áfram.. „En mig langaði að vita hvernig þessi efni virka fyrir þá sem maður er kannski að aðstoða. Ég vildi sjá hvernig þetta virkaði og ákvað að gera það í síðustu viku.“

Nökkvi Fjalar er annar eiganda Swipe.

Upplifunin

„Mín upplifun var mjög góð. Það skiptir rosa miklu máli hvernig þú stillir þessu upp, hvernig umhverfið er og hver ásetningur þinn er, hvað viltu fá út úr þessu. Ég fór inn í þetta með opnum hug, til að kanna þetta og sjá hvernig þetta getur aðstoðað mig að fá ennþá meira að fá meira út úr sjálfum mér til að aðstoða aðra. Uppsetningin á athöfninni var mjög fagmannleg. Persónulega var mín upplifun mjög góð, það var farið mjög „rétt að öllu“ í þessum fræðum,“ segir hann.

Nökkvi segir að það sé ekki það sama að fara í svona athöfn og að fá sér sveppi á djamminu, hann segir að það síðarnefnda sé bara uppskrift að vandræðum.

Hefur aldrei smakkað áfengi

Nökkvi hefur aldrei smakkað áfengi og segir að mörgum hafi þótt áhugavert að hann hafi aldrei drukkið áfengi en hafi ákveðið að prófa ofskynjunarsveppi.

„Áhrif áfengis eru svona fráskynjun. Miðað við lýsingar sem ég hef heyrt af ölvun, þekki það ekki sjálfur, þá missir maður tilfinningu fyrir því sem er að gerast og þú getur lent í „blackout“ ef þú drekkur of mikið. En með sveppina þá eru áhrifin ofskynjun, þá ferð ekkert í „blackout“ ef þú færð þér of mikið, þú manst ennþá betur ef eitthvað er.

Nökkvi Fjalar. Aðsend mynd.

Fastaði í sjö daga

Nökkvi fastaði í sjö daga áður en hann tók sveppina.

„Fastan eykur líkurnar á að þetta fari fljótar inn í kerfið og að það sé ekkert að „blokkera“ það, þar sem þetta fer í gegnum meltingarveginn. Þannig ef meltingarvegurinn er hreinn þá á þetta að hafa meiri áhrif, á að fara hnökralaust í gegnum kerfið. Þannig það er mælt með því að fasta en gott að taka það fram að sjö dagar eru mjög „extreme“ og ég gerði þetta allt undir eftirliti fagaðila.“

Nökkvi er einnig mjög vanur því að fasta. Hann fastar í þrjá daga í senn á þriggja mánaða fresti. Hann hefur fastað í fimm daga áður en þetta var í fyrsta skipti sem hann fastaði í sjö daga. „Ég ákvað að kýla á það fyrir þetta sem gerði þessa upplifun meira „extreme“. En mín upplifun var mjög góð. Ég fann fyrir sterkum og góðum tilfinningum í eigin garð,“ segir hann.

„Með svona sveppum trúi ég því að það sé ekki annað en hægt að fá eitthvað gott út úr þessu, þrátt fyrir að upplifunin sé slæm þá er þessi upplifun að fara að kenna þér eitthvað gott ef þú nýtir það.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar)

Fékk mikil viðbrögð

Nökkvi sýndi frá athöfninni á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk rosaleg viðbrögð. Ég fékk alveg svakalega mikið af spurningum, greinilega mikill áhugi á þessu. Instagram eyddi upprunalegu færslunni sem ég gerði um þetta, þannig ég þurfti að deila myndunum aftur með öðrum texta,“ segir hann.

Viðbrögðin voru í heildina mjög jákvæð og segir Nökkvi það voru kannski einn eða tveir aðilar sem gagnrýndu hann. „Annars var fólk bara mjög áhugasamt,“ segir hann.

Nökkvi tekur það fram að hann er enginn talsmaður fyrir sveppaathöfnum og tengist þessum bransa ekkert. „Ég var bara að prófa þetta og deila minni upplifun,“ segir hann.

Nökkvi segist ekki ætla að útiloka neitt en það er ekki á dagskrá hjá honum að gera þetta aftur. Hann strikaði tvo hluti út af listanum sínum og hefur nú klárað 14 atriði af 52, og það eru einmitt fjórtán vikur búnar af árinu svo hann er á réttri leið.

Fylgstu með ævintýrum Nökkva á Instagram. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Innlit í hefðbundna íbúð í Rússlandi

Innlit í hefðbundna íbúð í Rússlandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist hvítu í brúðkaupið og daðraði við brúðgumann – Sannleikurinn kom í ljós 2 árum seinna

Klæddist hvítu í brúðkaupið og daðraði við brúðgumann – Sannleikurinn kom í ljós 2 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Veist þú hvaða Íslendingar eiga þessi augu? Taktu prófið!

Veist þú hvaða Íslendingar eiga þessi augu? Taktu prófið!