fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fókus

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held framhjá kærastanum mínum því ég hef efasemdir um það hvort hann sé sá rétti fyrir mig.“

Þetta segir 34 ára gömul kona í bréfi sem hún sendi til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Kærasti konunnar er 36 ára gamall en þau hafa verið saman í sex ár. „Ég á erfitt með að hugsa um að eignast börn með honum eða að giftast honum, ég veit samt að hann elskar mig og að hann mun vera til staðar fyrir mig að eilífu,“ segir konan.

Samband þeirra er ekki fullkomið en hún segir að þau séu alltaf að rífast. „Við höfum ekki einu sinni gaman að sama sjónvarpsefninu,“ segir konan en þau gera hlutina bæði á mismunandi hátt. „Eftir vinnu liggur hann bara í sófanum á meðan ég vil skipuleggja hluti. Við eldum í sitt hvoru lagi og kaupum í matinn í sitt hvoru lagi. Hann er með hærri laun en ég en ætlast samt til þess að við skiptum öllum reikningum jafnt svo ég er í peningavandræðum. Mér líður eins og við séum ekki í sama liðinu.“

Deidre svarar konunni og segir að þrátt fyrir að hann elski hana og muni alltaf vera til staðar þá þýðir það ekki að hann sé góður maki. „Góða leiðin til að laga þetta er að þú hættir að hitta aðra menn og einbeitir þér að því að komast að því hvers vegna þið eruð í þessu sambandi. Þrátt fyrir að sjálfstæði í samböndum sé alltaf hollt þá getur það dregið ykkur lengra í burtu frá hvoru öðru ef þið eruð alltaf að gera mismunandi hluti,“ segir Deidre og kemur með tillögu að þau skiptist á að elda fyrir hvort annað.

„Peningur veldur meiri rifrildum milli para heldur en kynlíf en það er bara sanngjarnt að hann borgi miðað við tekjurnar sínar,“ segir Deidre svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Markalaust á Villa Park
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir