fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fókus

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagarnir sem Anna Kristjánsdóttir hefur dvalið á Tenerife eru nú orðnir ansi margir og er hún komin langt inn í sitt annað ár í „Paradís“ eins og hún kallar eyjuna.

Í byrjun árs ákvað Anna að nú þyrfti hún að taka sig á eftir að hafa drukkið ansi mikið af bjór og borðað ansi mikið brauð í útgöngubanninu sem var við gildi á eyjunni. Á þrettándanum var Anna orðin 99 kíló og nálgaðist hún þriggja tölu múrinn. Þá hóf hún átakið með göngu upp á Litlu-Klif. Hún ræddi þessa lífsstílsbreytingu sína í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Síðan í janúar er ég búin að fara tíu sinnum upp á Stóru-Klif og nítján sinnum að auki á Litlu-Klif og margoft á Litlafell og ganga sem svarar til leiðarinnar norður fyrir land frá Reykjavík til Hornafjarðar, en eins og sjá má er enn nokkur kúla eftir, en ég er heldur ekki komin alla leiðina til baka til Reykjavíkur, en stefni þangað hröðum skrefum og ætlunin er að vera komin þangað í júní ef sóttvarnaryfirvöld leyfa,“ skrifar Anna en hún þakkar einnig líkamsræktarforritinu MyFitnessPal fyrir árangurinn.

Á fyrstu myndinni hér fyrir ofan má sjá Önnu í janúar og önnur myndin er tekin 90 dögum seinna. Anna er 16 kílóum léttari á mynd númer tvö og segist vera feit og falleg á henni en feitari og fallegri á þeirri fyrstu.

Anna segist ekki lifa meinlætalífi og bendir á að það er ekki margt sem hún neitar sér um.

„Ég borða nautasteik eða lambasteik minnst einu sinni í viku, kjúkling kannski tvisvar í viku, fisk álíka oft og stundum líka unnar kjötvörur, þó í hófi. Það er ekki margt sem ég neita mér um, þá helst brauð og bjór, en kartöflur og hrísgrjón læðast stundum á diskinn en í mjög litlum mæli. Á 90 dögum eru þannig farin nærri sextán kíló og er ég þó langt í frá að deyja úr hungri,“ segir Anna og segist stefna á að birta nýja mynd í byrjun júní. Þá verði maginn hennar því sem næst sléttur.

„Má ekki vera að þessu bulli lengur, Stóra-Klif bíður áður en verður of heitt í veðri,“ skrifar hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amish stelpur sjá flugvöll í fyrsta skipti

Amish stelpur sjá flugvöll í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hundur í Súðavík tók ástfóstri við kóp – „Hann er eins og taugaveikluð andamamma“

Hundur í Súðavík tók ástfóstri við kóp – „Hann er eins og taugaveikluð andamamma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aflýsti brúðkaupinu eftir að hún tók eftir smáatriði á mynd – „Það sem ég sá var mjög furðulegt“

Aflýsti brúðkaupinu eftir að hún tók eftir smáatriði á mynd – „Það sem ég sá var mjög furðulegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hún er ekki umönnunaraðili hans heldur kærasta hans

Hún er ekki umönnunaraðili hans heldur kærasta hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Will Smith ber að ofan og segist aldrei hafa verið í „jafn lélegu formi“

Will Smith ber að ofan og segist aldrei hafa verið í „jafn lélegu formi“